Minni hluti tekur á móti gestum

Jón Gunnarsson þingmaður Sjálfstæðisflokks.
Jón Gunnarsson þingmaður Sjálfstæðisflokks. mbl.is/Hákon Pálsson

Minni hluti at­vinnu­vega­nefnd­ar Alþing­is hef­ur tekið á móti gest­um til þess að fjalla um veiðigjalda­frum­varpið svo­nefnda. Þar ræðir um um­sagnaraðila, sem meiri hluti nefnd­ar­inn­ar hafnaði að kæmu á fund nefnd­ar­inn­ar. Þetta staðfesti Jón Gunn­ars­son þingmaður Sjálf­stæðis­flokks við Morg­un­blaðið.

„Mér finnst það hrein og bein óvirðing í nafni nefnd­ar­inn­ar að óska um­sagna hjá sér­fræðing­um og hags­munaaðilum, en svo virðir meiri hlut­inn þá sem verða við beiðninni ekki viðlits, hirðir ekki um að heyra sjón­ar­mið þeirra eða spyrja spurn­inga af ótta við að hon­um líki ekki svör­in.“

Minni hlut­inn stend­ur sam­eig­in­lega að þessu. Auk hans eru það þeir Bergþór Ólason fyr­ir Miðflokk, Njáll Trausti Friðberts­son fyr­ir Sjálf­stæðis­flokk og Þór­ar­inn Ingi Pét­urs­son fyr­ir Fram­sókn­ar­flokk.

Meðal þeirra, sem minni hlut­inn hef­ur boðið á sinn fund, eru Byggðastofn­un, Sam­tök fyr­ir­tækja í sjáv­ar­út­vegi, fjár­mála­stofn­an­ir, Skatt­ur­inn, Sam­tök sjáv­ar­út­vegs­sveit­ar­fé­laga og dr. Ragn­ar Árna­son fv. hag­fræðipró­fess­or.

„Það er afar fátítt að meiri hluti nefnda hafni ósk­um um gesta­kom­ur,“ seg­ir Jón. „Hvað þá þegar um er að ræða hags­munaaðila, fræðimenn eða jafn­vel rík­is­stofn­an­ir, sem koma mál­inu við með bein­um hætti.“

Hann seg­ir óskilj­an­legt hvað liggi að baki, þegar haft sé í huga að marg­ar at­huga­semd­ir í um­sögn­um hafi verið mjög al­var­leg­ar. Þess vegna hafi minni hlut­inn brugðið á þetta ráð til þess að sinna starfi sínu af kost­gæfni.

„Við höf­um verið að vinna að minni­hluta­álit­um, en það er ákaf­lega erfitt þegar all­ar þess­ar upp­lýs­ing­ar eru á reiki, jafn­vel grund­vall­ar­upp­lýs­ing­ar,“ seg­ir Jón.

„Það er hrein og klár upp­lýs­inga­óreiða,“ bæt­ir hann við. „Það er ekki góður grunn­ur að góðri lög­gjöf.“

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur: