Útreikningar Skattsins gilda

Gustað hefur um Hönnu Katrínu Friðriksson síðustu daga.
Gustað hefur um Hönnu Katrínu Friðriksson síðustu daga. mbl.is/Ólafur Árdal

Fram kem­ur í yf­ir­lýs­ingu frá Stjórn­ar­ráðinu og tveim­ur und­ir­stofn­un­um þess að út­reikn­ing­ar á áhrif­um breyt­inga frum­varps um hækk­un veiðigjalda, sem fram komu í grein­ar­gerð með frum­varpi Hönnu Katrín­ar Friðriks­son at­vinnu­vegaráðherra, stóðust ekki. Meiri hluti at­vinnu­vega­nefnd­ar hef­ur því lagt til breyt­ing­ar á frum­varp­inu.

Lesa má á milli lín­anna að um þetta hafi Skatt­ur­inn haft loka­orðið. Það verður varla til þess að styrkja mála­til­búnað ráðherra eða auðvelda fram­gang máls­ins á Alþingi, en Hanna Katrín hef­ur sætt veru­legri gagn­rýni hags­munaaðila og sveit­ar­stjórna fyr­ir óvönduð vinnu­brögð við gerð frum­varps­ins, og stjórn­ar­andstaðan endurómað það dyggi­lega.

Mis­ræmi í út­reikn­ing­um

Yf­ir­lýs­ing­in sigl­ir í kjöl­far frétta um að út­reikn­ing­ar Skatts­ins hafi verið á nokkuð aðra lund en þeir sem ráðherra kynnti í frum­varpi sínu, en Skatt­ur­inn hef­ur álagn­ingu veiðigjalda með hönd­um. Hækk­un veiðigjalda er því tals­vert meiri en boðuð var, en hún myndi hafa tvö­faldað veiðigjöld­in í ár.

Í yf­ir­lýs­ing­unni er vísað til sam­ráðs at­vinnu­vegaráðherra og Daða Más Kristó­fers­son­ar, fjár­mála- og efna­hags­ráðherra, og und­ir­stofn­ana ráðuneyta þeirra, Fiski­stofu og Skatts­ins, um út­færslu gjalda og út­reikn­ing á grund­velli frum­varps­ins.

Seg­ir að við meðferð frum­varps­ins hjá at­vinnu­vega­nefnd hafi komið í ljós að ekki var sam­ræmi þar á milli, sem skýrðist af því að „mis­mun­andi for­send­ur hefðu verið gefn­ar fyr­ir út­reikn­ing­un­um og að ólík gögn voru notuð við hann. Inn í til­tekna út­reikn­inga vantaði ákveðnar for­send­ur frá Fiski­stofu, sem leiddi til skekkju í niður­stöðu.“

Það er ekki út­skýrt nán­ar, sem vek­ur spurn­ing­ar út af fyr­ir sig. Útreikn­ing­ur veiðigjalda er til­tölu­lega ein­fald­ur, en sam­kvæmt frum­varp­inu er ekki hróflað við þeirri aðferðafræði. Þar hafa hvorki ráðuneyti né aðrir val um mis­mun­andi for­send­ur, aðrar en afla­verðmæti.

Seg­ir í til­kynn­ing­unni að unnið hafi verið að því „að tryggja að sam­eig­in­leg­ur skiln­ing­ur væri milli þeirra sem að álagn­ingu og fram­kvæmd veiðigjalda koma um aðferðafræðina. Grein­ing Skatts­ins sem send var at­vinnu­vega­nefnd bygg­ir á þess­um sam­eig­in­lega skiln­ingi og eru ráðuneyt­in sam­mála þess­ari niður­stöðu, sem og Fiski­stofa.“

Hörð gagn­rýni SFS

Sam­tök fyr­ir­tækja í sjáv­ar­út­vegi (SFS) vöktu í liðinni viku at­hygli á því að miðað við út­reikn­inga Skatts­ins fyr­ir at­vinnu­vega­nefnd yrðu veiðigjöld mun hærri en ráðherr­ar hefðu boðað.

Upp­hæðir Skatts­ins voru þó tals­vert lægri en SFS reiknaðist til, en þau töldu sýnt að ráðherra hefði hlutast til um að Skatt­ur­inn tæki mið af öðrum töl­um en þeim sem fram komu í frum­varp­inu, og þannig reiknað annað en nefnd­in bað um.

Þetta sögðu SFS al­var­legt mál, sem þingið hlyti að grennsl­ast fyr­ir um, og nefndu fleiri dæmi um rang­ar staðhæf­ing­ar ráðherra, sem reynt hefði að af­vega­leiða Alþingi. Ráðherra hef­ur tekið það mjög óst­innt upp.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:

Bloggað um frétt­ina