Framdi hvalurinn sjálfsvíg?

Video Player is loading.
Current Time 0:00
Duration 1:58
Loaded: 0.00%
Stream Type LIVE
Remaining Time 1:58
 
1x
  • Chapters
  • descriptions off, selected
  • subtitles off, selected
  • default, selected

Hvað ætlaðist hval­ur­inn sem synti upp í fjöru við Geld­inga­nes fyr­ir? Ruglaðist hann í rím­inu eða var hann ein­fald­lega kom­inn með nóg? Þeirri spurn­ingu er varpað fram í nýj­asta þætti Spurs­mála.

Þar mæta til leiks rit­höf­und­arn­ir og syst­urn­ar Kamilla Ein­ars­dótt­ir og Júlía Mar­grét, sömu­leiðis dótt­ir Ein­ars Kára­son­ar, rit­höf­und­ar.

Hval­ur­inn óheppni

Þar barst hval­ur­inn óheppni í tal og þær björg­un­araðgerðir sem í kjöl­farið var ráðist í. Allt kom þó fyr­ir ekki og hval­ur­inn bar bein­in í fjöru­borðinu þar sem hann sinnt hafði upp.

Hval­ir eru tald­ir greind­ar skepn­ur, að minnsta kosti af mörg­um þeim sem tala gegn hval­veiðum. Kristján Lofts­son, hval­fang­ari með meiru hef­ur hins veg­ar haldið hinu gagn­stæða fram og reynd­ar full­yrt að þeir muni ekk­ert frá degi til dags.

En ef þeir eru svo greind­ir sem haldið er fram, ber ekki að virða ákv­arðanir þeirra, lík­ar þeirri að synda upp í fjöru og fyr­ir­fara sér með því?

Þar ligg­ur ef­inn eins og fram kem­ur í kostu­legu spjalli á vett­vangi Spurs­mála þar sem til­vist­ar­spurn­ing­ar ber á góma, jafnt þær sem snúa að hvöl­um og öðrum skyn­ug­um skepn­um.

Viðtalið við þær syst­ur má sjá í heild sinni í spil­ar­an­um hér að neðan:

mbl.is