Hækkun veiðigjalda getur orðið til þess að hráefni verði í auknum mæli sent úr landi óunnið, sem rýrt getur markaðsvirði íslenskra afurða. Þetta segir Gísli Kristjánsson, framleiðslustjóri hjá Brimi.
Gísli fjallar um samkeppnishæfni landvinnslu á Íslandi í lokaverkefni sínu til MBA-gráðu og greinir tækifæri og áskoranir sem íslensk fiskvinnsla stendur frammi fyrir. Hann segir samkeppnisforskot Íslands vera í hættu.
Lesa má nánar um málið á bls. 32 í Morgunblaðinbu og í Mogga-appinu í dag.