Styður veiðigjaldafrumvarpið heilshugar

Víðir Reynisson, þingmaður Samfylkingar segist styðja veiðigjaldafrumvarpið heilshugar.
Víðir Reynisson, þingmaður Samfylkingar segist styðja veiðigjaldafrumvarpið heilshugar. mbl.is/María Matthíasdóttir

Víðir Reyn­is­son, þingmaður Sam­fylk­ing­ar­inn­ar, seg­ist styðja veiðigjalda­frum­varpið heils­hug­ar eins og það ligg­ur fyr­ir í þing­inu núna. Hann seg­ir að það sé búið að mæta hans helstu áhyggj­um. 

Helstu áhyggj­ur Víðis snéru að hraðanum á hækk­un veiðigjalda, hvort út­gerðin gæti borgað meira, aðkomu skatts­ins, af­slætti minni- og meðal­stóru út­gerðanna og út­reikn­ingi mak­ríl­verðsins. Hann seg­ir nefnd­ina hafa mætt þessu öllu.

Víðir lýsti yfir áhyggj­um af veiðigjalda­frum­varp­inu á ráðstefnu um hækk­un veiðigjalda sem hald­in var í Vest­manna­eyj­um í byrj­un júní.

Spurður út í göm­ul um­mæli 

Hann seg­ist hafa á ráðstefn­unni verið spurður út í um­mæli sín á opn­um kosn­inga­fundi Sam­fylk­ing­ar­inn­ar sem hald­inn var í nóv­em­ber þar sem hann sagði flokk­inn ætla í auðlinda­gjaldaum­ræðu og vinnu á lengri tíma.

„Síðan var ákveðið að fara aðra leið í því og málið fór í gegn­um mikla fyrstu umræðu og svo fyr­ir nefnd­ina,“ seg­ir Víðir. Hann seg­ir at­vinnu­vega­nefnd hafa fengið til sín rúm­lega 50 gesti tengda umræðunni um veiðigjöld og það var mat nefnd­ar­inn­ar að málið væri til­búið fyr­ir þing­lega meðferð. Hann seg­ir nefnd­ina hafa komið til móts við þær áhyggj­ur sem fólk hafði á fund­in­um á Vest­manna­eyj­um.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina