„Blautir draumar“ og „galdrafár“

Jón Gunnarsson og Þorgerður Katrín á samsettri mynd.
Jón Gunnarsson og Þorgerður Katrín á samsettri mynd. mbl.is/Árni Sæberg/Karítas

Jón Gunn­ars­son, þingmaður Sjálf­stæðis­flokks­ins, og Þor­gerður Katrín Gunn­ars­dótt­ir, formaður Viðreisn­ar og ut­an­rík­is­ráðherra, tók­ust á um veiðigjalda­frum­varp rík­is­stjórn­ar­inn­ar á Alþingi í morg­un.

Í óund­ir­bún­um fyr­ir­spurn­ar­tíma vitnaði Jón í gamla ræðu Þor­gerðar Katrín­ar þegar hún var í Sjálf­stæðis­flokkn­um og gagn­rýndi fyr­ir­hugaða hækk­un á veiðigjöld­um. Sagði hún gjöld­in ógna byggðum lands­ins, þjón­ustu­fyr­ir­tækj­um, rann­sókn­ar­fyr­ir­tækj­um og ný­sköp­un­ar­fyr­ir­tækj­um. Vísaði hún í rann­sókn­ir þess efn­is.

Hvatti Þor­gerði til að staldra við

„Þar vitn­ar hún í sam­bæri­leg­ar rann­sókn­ir og hags­munaaðilar hafa látið fram­kvæma í dag á áhrif­um þeirr­ar auknu skatt­lagn­ing­ar í veiðigjöld­um sem rík­is­stjórn­in hef­ur hug­mynd­ir um að leggja á,” sagði Jón og bætti við að á þess­um tíma hefðu verið til umræðu hóf­sam­ari hækk­an­ir á veiðigjöld­um en hug­mynd­ir væru uppi um í dag und­ir for­ystu Viðreisn­ar.

Jón Gunnarsson.
Jón Gunn­ars­son. mbl.is/Á​rni Sæ­berg

Hvatti hann í fram­hald­inu Þor­gerði Katrínu til að „staldra við og vanda vinnu­brögð, hlusta á sveit­ar­fé­lög­in, á ný­sköp­un­ar­fyr­ir­tæk­in, á Sam­tök iðnaðar­ins, sem þegar eru far­in að sjá fram á mik­inn sam­drátt vegna pant­ana sem hafa verið sett­ar á bið og miklu fleiri”.

Grát­kór­inn stóðst ekki

Þor­gerður Katrín steig þá í pontu og sagði ekk­ert mál hafa verið unnið jafn vel og greint jafn vel og veiðigjalda­frum­varpið.

Í um­mæl­un­um sem Jón vísaði til sagðist hún vissu­lega hafa varað við litl­um grein­ing­um en „svo var þetta samþykkt og all­ur þessi grát­kór, hann bara stóðst ekki. Sjáv­ar­út­veg­ur­inn jókst og efld­ist, byggðirn­ar styrkt­ust. All­ar þess­ar breyt­ing­ar sem við, ég þá í öðrum flokki, var að vara við, það stóðst ekki. Þær breyt­ing­ar höfðu ekki þessi áhrif á grein­ina, á sjáv­ar­byggðirn­ar eins og var varað við. Eig­um við ekk­ert að læra frek­ar af reynsl­unni held­ur en að vera að draga úr sam­hengi og setja hlut­ina í eitt­hvað af­brigðilegt ljós?” svaraði hún.

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir.
Þor­gerður Katrín Gunn­ars­dótt­ir. mbl.is/​Karítas

„Þau gögn sem liggja núna fyr­ir þau styðja það ein­dregið að þetta er eðli­leg leiðrétt­ing á rétt­mæt­um hlut lands­manna í sam­eign þjóðar­inn­ar sem er fisk­veiðiauðlind­in í kring­um landið.”

Veik­ing fisk­veiðigrein­ar­inn­ar

Jón steig aft­ur í pontu og talaði um blaður hjá Þor­gerði Katrínu. Hann spurði hvort að á bak við veiðigjalda­frum­varpið væru „blaut­ir draum­ar um að ganga í Evr­ópu­sam­bandið” og veikja fisk­veiðigrein­ina.

„Við þurf­um ekki að ríf­ast um veiðigjöld­in þá vegna þess að þá þurf­um við að fara að ríf­ast um hversu mikla styrki á að greiða til út­gerðar­inn­ar þegar við erum komn­ir með fisk­veiðilög­gjöf Evr­ópu­sam­bands­ins á Íslandi,” sagði hann.

Fjár­festa í evr­ópsk­um sjáv­ar­út­vegi

Þor­gerður Katrín talaði í fram­hald­inu um „mikið galdra­fár” af hálfu stjórn­ar­and­stöðunn­ar, sem væri að lýsa yfir van­trausti á gögn­um frá Skatt­in­um og Fiski­stofu. „Þessi gögn eru á krist­al­tæru. Farið nú að vinna með þessi gögn en ekki vera að búa til ein­hverj­ar fals­frétt­ir sem eiga enga stoð í raun­veru­leik­an­um.”

Hún hélt áfram og ræddi Evr­ópu­sam­bandið. „Það vill svo til að það eru ís­lensk fyr­ir­tæki, sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­tæki, sem eru stærstu fjár­fest­ing­araðilar í evr­ópsk­um sjáv­ar­út­vegi. Stærstu aðilar í fjár­fest­ing­um í evr­ópsk­um sjáv­ar­út­vegi eru ís­lensk út­gerðarfyr­ir­tæki. Er hagnaður­inn heima í þorp­un­um, eins og aug­lýs­ing­ar SFS segja? Nei, hann er úti í Evr­ópu­sam­band­inu,” sagði Þor­gerður Katrín.

„Alla vega meta ís­lensk út­gerðarfyr­ir­tæki Evr­ópu­sam­bandið sem ekki svo slæmt að þau eru til í að fjár­festa í sjáv­ar­út­vegi þar. Ég ætti eig­in­lega skilja hér eft­ir ein­hvern vasa­klút fyr­ir þenn­an grát­kór sem stjórn­ar­andstaðan er fyr­ir hönd sjáv­ar­út­vegs­ins.”

mbl.is

Bloggað um frétt­ina