Gætum séð raunveruleg áhrif eftir 5-10 ár

Sjávarútvegur Fiskvinnsla Samherja á Dalvík. Fyrirtækið hefur verið leiðandi í …
Sjávarútvegur Fiskvinnsla Samherja á Dalvík. Fyrirtækið hefur verið leiðandi í nýsköpun og tæknivæðingu. Morgunblaðið/Sigurður Bogi

Eft­ir nokkra ára­tugi get­ur Ísland verið leiðandi út­flutn­ings­land sjáv­ar­af­urða í hæsta gæðaflokki eða þá að við umbreyt­umst í hrá­efn­is­fram­leiðslu fyr­ir stærri alþjóðlega virðiskeðju eins og raun­in er í Nor­egi. Þetta er á meðal þess sem kem­ur fram í loka­verk­efni Gísla Kristjáns­son­ar til MBA-gráðu í viðskipta­fræði við Há­skóla Íslands en Gísli er fram­leiðslu­stjóri hjá Brim og þekk­ir um­fjöll­un­ar­efnið því býsna vel. Í verk­efn­inu fjall­ar Gísli um sam­keppn­is­hæfni ís­lenskr­ar land­vinnslu og grein­ir tæki­færi og áskor­an­ir sem ís­lensk fisk­vinnsla stend­ur frammi fyr­ir.

Mikl­ar breyt­ing­ar hafa átt sér stað í fisk­vinnslu á und­an­förn­um árum. Hér á landi hef­ur þróun afurðafram­boðs, gæðavit­und, tækni­væðing og sjálf­bærni styrkt sam­keppn­is­stöðu ís­lenskra sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­tækja tölu­vert, að því er seg­ir í rit­gerð Gísla. Á sama tíma hef­ur sam­keppni auk­ist frá lönd­um þar sem launa­kostnaður er lægri og fisk­vinnsla því ódýr­ari. Tækniþróun og sjálf­virkni­væðing ís­lenskra fisk­vinnsla hef­ur að hluta til verið viðbragð við þeirri sam­keppni en ís­lensk sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­tæki hafa mark­visst bætt aðstöðu og aðferðir til fersk­fisk­vinnslu sem einnig hef­ur gefið þeim for­skot gagn­vart lönd­um sem vinna uppþítt hrá­efni.

Styrk­ir skapa for­skot í Evr­ópu

Í Evr­ópu geta sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­tæki hins veg­ar sótt um styrki til tækja­kaupa, þró­un­ar og ný­sköp­un­ar í gegn­um sjóði sem eru fjár­magnaðir af Evr­ópu­sam­band­inu og aðild­ar­ríkj­um. Ísland hef­ur ekki aðgang að þess­um sjóðum þar sem landið er utan ESB og það skap­ar ójafna sam­keppn­is­stöðu. Gísli seg­ir að brýnt sé að efla sam­keppn­is­hæfni ís­lenskr­ar land­vinnslu.

Gísli Kristjánsson er framleiðslustjóri hjá Brimi. Hann hefur nú lokið …
Gísli Kristjáns­son er fram­leiðslu­stjóri hjá Brimi. Hann hef­ur nú lokið MBA-gráðu í viðskipta­fræði en í loka­verk­efni sínu fjallaði hann um sam­keppn­is­hæfni fisk­vinnslu á Íslandi. Ljós­mynd/​Aðsend

„Það hef­ur alltaf verið þessi umræða um að þetta sé rík­is­styrkt þarna úti í Evr­ópu en mér finnst hafa vantað gögn því tengdu,“ seg­ir Gísli í sam­tali við 200 míl­ur. „Þess vegna langaði mig að reyna að kafa aðeins ofan í það og hafði því sam­band við þenn­an Evr­ópu­sam­bands­sjóð [EM­FAF – Europe­an Ma­ritime, Fis­heries and Aquacult­ure Fund] sem fyr­ir­tæki eru að sækja í auk þess að hafa sam­band við sjáv­ar­út­vegs­ráðuneyt­in í hverju landi fyr­ir sig. Og út frá því sá maður bara hvað þetta er vel skipu­lagt og aðgengi­legt og hvernig fyr­ir­tæki geta á ein­fald­an hátt sótt sér styrki fyr­ir alls kon­ar fjár­fest­ing­ar. Þannig að það er greini­legt að það er verið að niður­greiða fjár­fest­ing­ar hjá land­vinnslu í Evr­ópu.“

Gæt­um tapað okk­ar sér­stöðu

Með því að hafa stjórn á allri virðiskeðjunni seg­ir Gísli að ís­lensk sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­tæki tryggi ákveðin gæði. Það megi glöggt sjá á því trausti sem borið sé til ís­lenskra sjáv­ar­af­urða og ís­lensk­ar upp­runa­vott­an­ir séu mik­ils virði. Gísli tel­ur að stærsta sókn­ar­færið fel­ist í því að efla markaðssetn­ingu á ís­lensk­um sjáv­ar­af­urðum enn frek­ar og hamra á gildi upp­runa­vott­ana. Hann tel­ur að þau tæki­færi hafi jafn­vel að ein­hverju leyti verið vannýtt. „Það virðist vanta ein­hverja al­menni­lega stefnu­mót­un í þessu eins og ég rek í verk­efn­inu. Farið hef­ur verið í ákveðin átaks­verk­efni en manni finnst eins og við gæt­um náð meiru út úr þessu ef við markaðssett­um okk­ur meira sem „ís­lensk­ur upp­runi“. Ég tók viðtöl við vinnsl­ur þarna er­lend­is og ís­lensk­ur upp­runi er al­veg mik­ils met­inn og menn eru til í að borga fyr­ir það.“

Upprunavottun frá Íslandi er verðmæt en íslenskur afli gæti misst …
Upp­runa­vott­un frá Íslandi er verðmæt en ís­lensk­ur afli gæti misst gæðastimp­il­inn ef hann yrði í meiri mæli flutt­ur úr landi til vinnslu. mbl.is/​Sig­urður Bogi

Sjá­um áhrif­in ekki strax

Gæðastimp­ill­inn verður ekki til af sjálfu sér. Eitt helsta áhyggju­efni þeirra sem gagn­rýna hækk­un veiðigjalda hef­ur snú­ist um að með hækk­un­inni sé hætta á að fisk­ur verði í meiri mæli flutt­ur óunn­inn til vinnslu er­lend­is þar sem vinnslu­kostnaður sé lægri og greiður aðgang­ur að rík­is­styrkj­um. Verði gripið til þess gæti það rýrt markaðsvirði ís­lenskra sjáv­ar­af­urða en sé virðiskeðjan rof­in bresti þær for­send­ur sem gera ís­lensk­ar sjáv­ar­af­urðir að hágæðavöru. „Þetta er bara þessi sam­keppn­is­fræði,“ seg­ir Gísli. „Hún kenn­ir okk­ur að sam­keppn­is­for­skot verður til þegar fyr­ir­tæki hafa aðgang að verðmæt­um, sjald­gæf­um auðlind­um og ein­hverju sem erfitt er að líkja eft­ir. Íslensk fisk­vinnsla hef­ur í sjálfu sér slík­ar auðlind­ir en auðvitað hverf­ur það for­skot ef fjár­fest­ing­ar stöðvast.“ Þá seg­ir hann að við mynd­um ekki endi­lega sjá af­leiðing­ar þess strax. „Eft­ir svona fimm til tíu ár mun­um við kannski sjá hvernig ís­lensk fisk­vinnsla hef­ur dreg­ist aft­ur úr þess­um rík­is­styrktu vinnsl­um í Evr­ópu.“

Til­lög­ur fyr­ir framtíðina

Gísli legg­ur til að ís­lensk­ar fisk­vinnsl­ur byggi sam­an upp sterka markaðsímynd ís­lenskra sjáv­ar­af­urða. Þær vinni með smá­söluaðilum og stór­kaup­end­um að sýni­legri merk­ing­um um upp­runa og gæðaviðmið og nýti vott­an­ir til að aðgreina sig. Þá legg­ur hann til sterk­ari sam­starfs­vett­vang milli fyr­ir­tækja í grein­inni.

Gísli legg­ur það meðal ann­ars til við stjórn­völd að kort­leggja bet­ur verðmæta­sköp­un í land­vinnslu, tryggja fyr­ir­sjá­an­legt reglu­verk og skatt­lagn­ingu, sam­ræma op­in­bera stefnu í fisk­vinnslu og styðja ný­sköp­un, rann­sókn­ir og mennt­un. Til að tryggja mest­an ár­ang­ur í grein­inni þurfi að horfa til langs tíma.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur: