Skemmtileg áskorun að búa á tveimur stöðum

Ragnheiði Kolku langar í framhaldsnám við Det Kongelige Akademi í …
Ragnheiði Kolku langar í framhaldsnám við Det Kongelige Akademi í Kaupmannarhöfn en segist opin fyrir öðrum stöðum í Evrópu. Ljósmynd/Aðsend

Ragn­heiður Kolka Sig­ur­jóns­dótt­ir býr bæði á Íslandi og í Kaup­manna­höfn en hún stund­ar nám í viðskipta­fræði. Meðfram skól­an­um starfar hún hjá Storm Copen­hagen sem er lífs­stíls­versl­un en stefn­ir á frek­ara nám í borg­inni sem heillaði hana upp úr skón­um. 

Hvað ertu búin að búa lengi í Kaup­manna­höfn og hvers vegna flutt­ir þú?

„Sem barn og ung­ling­ur fékk ég tæki­færi til að búa og ganga í skóla er­lend­is vegna starfa for­eldra minna. Ég bjó í Kan­ada, Þýskalandi og Skotlandi og það var mjög dýr­mæt reynsla. Ég var því al­veg til­bú­in að flytja er­lend­is þegar ég kláraði mennta­skóla.

Ég flutti til Kaup­manna­hafn­ar sum­arið 2022 og skráði mig í hönn­un­ar­skól­ann Kø­ben­havns Mode- og Designskole yfir sum­arið. Ég var ákveðin í að taka mér pásu frá námi og Kaup­manna­höfn er svo dá­sam­leg borg að ég ákvað að dvelja leng­ur. Ég sé ekki eft­ir því, búin að kynn­ast áhuga­verðu fólki og unnið á skemmti­leg­um stöðum. Nú bý ég með kær­asta mín­um, sem er dansk­ur, í miðbæ borg­ar­inn­ar og starfa í Storm Copen­hagen sem er ein af fremstu lífstíls- og tísku­versl­un­um Evr­ópu.“

Ragnheiður Kolka elskar að búa bæði í Kaupmannahöfn og Reykjavík.
Ragn­heiður Kolka elsk­ar að búa bæði í Kaup­manna­höfn og Reykja­vík. Ljós­mynd/​Aðsend

Tæki­færi fylgi því að búa á tveim­ur stöðum

Ragn­heiður Kolka seg­ir það vera krefj­andi að búa bæði í Reykja­vík og í Kaup­manna­höfn. Hún seg­ir þó fullt af tæki­fær­um fylgja því að búa á báðum stöðum.

„Síðasta vet­ur hef ég verið á flakki milli Reykja­vík­ur og Kaup­manna­hafn­ar. Ég vildi vera meira heima á Íslandi vegna veik­inda í fjöl­skyld­unni. Ég skráði mig því í nám í viðskipta­fræði með áherslu á stjórn­un í Há­skóla Íslands. Ég vann sam­hliða nám­inu svo ég hefði efni á því að flakka á milli. Þetta hef­ur gengið fá­rán­lega vel og það eru for­rétt­indi að geta notið þess besta á báðum stöðum. Ég elska að vera heima með fólk­inu mínu. Mér finnst gott að kom­ast í fjall­göng­ur, sund og gufu, það jafn­ast ekk­ert á við skerið!“

„Kaup­manna­höfn er ynd­is­leg borg og ég mæli hik­laust með því að prófa að búa þar. Borg­in er lít­il og þægi­leg og frá­bært að geta hjólað út um allt. Kaup­manna­höfn er að mörgu leyti full­kom­in fyr­ir ungt fólk sem lang­ar að kynn­ast sjálfu sér bet­ur. Fólkið er vina­legt og tek­ur á móti manni með opn­um örm­um. Ef maður er til­bú­inn að kynn­ast nýju fólki og er op­inn fyr­ir því er ekk­ert mál að eign­ast fullt af nýj­um vin­um.“

Ragnheiður Kolka elskar vandaðar flíkur!
Ragn­heiður Kolka elsk­ar vandaðar flík­ur! Ljós­mynd/​Aðsend

Aðspurð seg­ist Ragn­heiður Kolka vera opin fyr­ir því að fara í fram­halds­nám í Kaup­manna­höfn þegar hún klár­ar viðskipta­fræðina. Hún seg­ist spennt fyr­ir því að sækja um fram­halds­nám við Det Kong­elige Aka­demi þar sem er mjög metnaðarfullt fram­halds­nám í list­grein­um og hönn­un.

„Ég fer oft á nem­enda­sýn­ing­ar hjá skól­an­um og ætla ein­mitt að kíkja á út­skrift­ar­sýn­ingu arki­tekta og hönn­un­ar­nema núna í vik­unni. Ég get samt líka séð fyr­ir mér að fara í nám ann­ars staðar í Evr­ópu.“

Hvert er drauma­starfið?

„Þetta er erfið spurn­ing en ætli drauma­starfið mitt sé ekki blanda af stjórn­un og hönn­un. Ég hef mik­inn áhuga á hvoru tveggja og stefni að því að tvinna þetta tvennt sam­an í starfi þar sem ég get verið bæði skap­andi og haft góða yf­ir­sýn. Ég þrífst í skap­andi um­hverfi og nýt þess að skapa eitt­hvað sem skipt­ir máli með hug­mynda­ríku fólki. Hönn­un og fag­ur­fræði ein­kenna Dan­mörku og það er því mjög gam­an að búa hérna og kynn­ast því bet­ur. Það er mjög auðvelt að fá inn­blást­ur hérna,“ seg­ir Ragn­heiður Kolka.

Gæti eytt öll­um deg­in­um í Den Bot­anisk Have

Hvernig væri hinn full­komni dag­ur í Kaup­manna­höfn að þínu mati?

„Hinn full­komni dag­ur í Kaup­manna­höfn væri sól­rík­ur frí­dag­ur sem myndi byrja á göngu­túr. Það er stór garður sem heit­ir Den Bot­anisk have í bak­g­arðinum hjá mér og þar myndi ég hefja dag­inn. Það er nauðsyn­legt að stoppa í Tor­vehaller­ne og ná sér í ferska ávexti til að taka með í garðinn. Tor­vehaller­ne er eins kon­ar mat­höll og þar eru einnig til sölu blóm og fersk­ir ávext­ir. Garður­inn er full­kom­inn til að slaka á, skrifa í dag­bók eða bara fylgj­ast með fólk­inu sem er í garðinum. Ég gæti eytt öll­um deg­in­um þar!

Í Torvehallerne er hægt að kaupa falleg blóm og ferska …
Í Tor­vehaller­ne er hægt að kaupa fal­leg blóm og ferska ávexti. Ljós­mynd/​Aðsend

Það er mikið af græn­um svæðum í borg­inni en það er líka auðvelt að fara út úr borg­inni til að finna fal­lega staði. Ég og kærast­inn minn eig­um okk­ar upp­á­halds stað sem heit­ir Fur­esøen og er rétt fyr­ir utan borg­ina. Við Fur­esøen er bryggja þar sem hægt er að hoppa í sjó­inn eða sitja og slaka á. Það er mjög fal­legt að vera þar að sumri til og fylgj­ast með sól­setr­inu.

Furesøen er í miklu uppáhaldi hjá Ragnheiði Kolku.
Fur­esøen er í miklu upp­á­haldi hjá Ragn­heiði Kolku. Ljós­mynd/​Aðsend

Ég elska líka sval­irn­ar á þak­inu á hús­inu okk­ar. Ég myndi því ljúka deg­in­um þar og grilla með vin­um okk­ar,“ seg­ir Ragn­heiður Kolka.

Borg­in iðar af lífi á tísku­vik­unni

Ragn­heiður Kolka hef­ur verið í ýms­um störf­um sem tengj­ast tísku og hönn­un, bæði í Reykja­vík og í Kaup­manna­höfn. Hún hef­ur síðustu ár unnið á tísku­vik­unni í Kaup­manna­höfn (CP­HFW) í gegn­um fyr­ir­tækið Noise PR.

Tískuvikan í Kaupmannahöfn AW24.
Tísku­vik­an í Kaup­manna­höfn AW24. Ljós­mynd/​Aðsend

„Að vinna á tísku­vik­unni er sjúk­lega gam­an og góð reynsla. Tísku­vik­an er hald­in tvisvar á ári og ég og vin­kona mín höf­um unnið við að aðstoða við sýn­ing­ar. Það er svo gam­an að fylgj­ast með hvernig þetta fer fram, öllu sem ger­ist baksviðs, taka á móti gest­um og fylgj­ast með hönnuðum og lista­mönn­um sem maður hef­ur haft auga á í mörg ár. Borg­in iðar af lífi á þess­um tíma og það er mik­il stemn­ing í loft­inu.“

Tískuvikan í Kaupmannahöfn AW24.
Tísku­vik­an í Kaup­manna­höfn AW24. Ljós­mynd/​Aðsend
Tískuvikan í Kaupmannahöfn AW24.
Tísku­vik­an í Kaup­manna­höfn AW24. Ljós­mynd/​Aðsend

Fischer­sund í sam­starfi við Storm Copen­hagen

Í gær hófst hönn­un­ar­hátíðin 3 Days of Design og er hátíðin hald­in að sumri til ár hvert. Hátíðin stend­ur yfir í þrjá daga og legg­ur hún áherslu á að kynna framtíðar­hönn­un og strauma og sam­an­stend­ur af sýn­ing­um, viðburðum, opn­um vinnu­stof­um og fyr­ir­lestr­um. Slag­orð hátíðar­inn­ar í ár er Keep it Real.

Ragn­heiður Kolka seg­ist spennt fyr­ir því að sjá hvað er í boði en þessa stund­ina er hún að vinna í lífstíls- og tísku­versl­un­inni Storm Copen­hagen sem tek­ur þátt í hátíðinni.

„Við hjá Storm Copen­hagen erum með viðburð með ís­lenska merk­inu Fischer­sund. Íslenska teymið frá Fischer­sund kom í gær til að stilla upp fyr­ir sýn­ing­una. Það er því sér­stak­lega gam­an að vera Íslend­ing­ur þessa dag­ana og geta sýnt Dön­um ís­lenska hönn­un.“

Hvar er best að versla og áttu upp­á­halds­flík?

„Ég elska að versla í Blå kros á Bor­gerga­de en ég finn alltaf flotta auka­hluti þar. Ég keypti mér mjög töff loa­fers þar um dag­inn en ann­ars fer ég reglu­lega í Hum­ana og Wilén Store sem eru báðar á Nør­re­broga­de.“

Ragnheiður Kolka segist elska vandaðar flíkur líkt og þetta pils …
Ragn­heiður Kolka seg­ist elska vandaðar flík­ur líkt og þetta pils sem amma henn­ar átti. Ljós­mynd/​Aðsend

„Upp­á­halds­flík­in mín er sítt pils sem amma mín átti. Eft­ir að amma hætti að nota það fékk mamma pilsið og í fram­hald­inu fékk ég það. Pilsið er efn­is­mikið, fal­legt og vandað pils og saga þess ger­ir það enn þá fal­legra. Kannski á ég eft­ir að gefa dótt­ur minni það einn dag­inn. Mér finnst að vandaðar flík­ur eigi að ganga á milli fólks.“

mbl.is