Metnaður ráðherra meiri en tímarammi

Þingstörf Stjórnarflokkarnir segja unnt að ljúka þingi fljótt náist samkomulag. …
Þingstörf Stjórnarflokkarnir segja unnt að ljúka þingi fljótt náist samkomulag. Stjórnarandstaðan telur meirihlutann ætla sér um of. Morgunblaðið/Eyþór

Þór­unn Svein­bjarn­ar­dótt­ir for­seti Alþing­is seg­ir stöðu þings­ins vera óbreytta frá því und­ir lok síðustu viku en það er áfram með öllu óljóst hvenær þing­menn fá að fara í sum­ar­frí.

„Það er verið að ræða veiðigjöld í ann­arri umræðu og hún virðist ætla að verða löng,“ seg­ir hún í sam­tali við Morg­un­blaðið. Hún seg­ir tugi mála bíða eft­ir að kom­ast í umræður.

Stjórn­ar­andstaðan tel­ur meiri­hlut­ann ætla sér um of, en stjórn­ar­flokk­arn­ir segja unnt að ljúka þingi fljótt ná­ist sam­komu­lag.

Hægt að klára fljótt

„Ef all­ir vinna af heil­ind­um að því að virða þing­ræðið og setja mál til at­kvæðagreiðslu þá eru góðar lík­ur á því,“ seg­ir Guðmund­ur Ari Sig­ur­jóns­son, formaður þing­flokks Sam­fylk­ing­ar­inn­ar, spurður hvort hann sé bjart­sýnn á að ljúka þing­störf­um fyr­ir júlí. Hann seg­ir þó að meint málþóf geti tafið störf­in.

„Þá er erfitt að segja hvenær þingið klár­ast en ég bind ennþá von­ir við að það ná­ist góðir samn­ing­ar og fólk nái sam­an um að ljúka þingi á skikk­an­leg­um tíma,“ seg­ir hann.

Sig­mar Guðmunds­son, formaður þing­flokks Viðreisn­ar, seg­ir að þing­flokks­for­menn séu að kasta á milli sín hug­mynd­um um lausn­ir á því hvenær hægt verði að ljúka þing­inu.

„Það er ekki kom­in lend­ing í það enn. Auðvitað er það þannig að ef það næst sam­komu­lag þá er hægt að klára á ekk­ert mjög mörg­um dög­um.“ Hann seg­ir sátt vera um mörg mál en að veiðigjöld­in séu „aug­ljós­lega erfiðust“.

Þing­flokks­for­menn stjórn­ar­flokka segja eng­in mál hafa verið tek­in af borðinu að svo stöddu.

„En það hef­ur verið rætt milli þing­flokks­formanna,“ seg­ir Guðmund­ur Ari. „Það er al­veg ljóst að mál eins og veiðigjöld­in sem hafa verið á dag­skrá þarf að klára. Þau munu taka þann tíma sem þarf.“

Al­ger­lega óljós staða

Ingi­björg Isak­sen, formaður þing­flokks Fram­sókn­ar, seg­ir stöðuna al­ger­lega óljósa.

„Það er al­veg ljóst að þau eru fall­in á tíma með mörg mál og það var vitað fyr­ir tölu­verðu síðan. Það sem kem­ur manni mest á óvart er að það sé ekki skýr­ari sýn um það hvernig þau ætli að ljúka þessu þingi.“

Bergþór Ólason, formaður þing­flokks Miðflokks­ins, seg­ir seink­un þingloka skýr­ast að hluta til af því að þingið hafi byrjað seint.

„Metnaður ráðherra var kannski ívið meiri held­ur en sá tím­arammi gerði raun­hæft. Þess vegna finn­um við okk­ur í þess­ari stöðu í dag,“ seg­ir hann. Hann tel­ur lík­legt að fyrripart vik­unn­ar verði ljóst „hvort for­send­ur eru til að hnýta þetta sam­an“.

Bergþór seg­ir all­nokk­ur mál sem flokk­ur­inn vilji alls ekki að nái fram að ganga. Þar nefn­ir hann frum­varp um veiðigjöld og bók­un 35.

Ingi­björg seg­ir fram­sókn­ar­menn hafa varað við ákveðnum mál­um, frum­varpi um veiðigjöld þar á meðal.

„Við telj­um að það sé ekki nægi­lega vel unnið til að það sé skyn­sam­legt að halda áfram með það mál,“ seg­ir hún. Gögn séu enn að ber­ast.

Gleypa fíl­inn í ein­um bita

Vil­hjálm­ur Árna­son, formaður þing­flokks Sjálf­stæðis­flokks­ins, gagn­rýn­ir rík­is­stjórn fyr­ir að veita þing­mönn­um ekki nægi­leg­ar upp­lýs­ing­ar og gögn. „Þeir ætla að gleypa fíl­inn í ein­um bita og gera stór­ar og al­var­leg­ar kerf­is­breyt­ing­ar á nokkr­um kerf­um á hlaup­um,“ seg­ir hann. Rík­is­stjórn­in sé með dag­skrár­valdið og beri ábyrgð á að koma með lausn­irn­ar.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur: