Auðlindarentan „huglægt mat“

Fyrirspurnir Kristrún Frostadóttir.
Fyrirspurnir Kristrún Frostadóttir. Morgunblaðið/Karítas

Veiðigjalda­frum­varp rík­is­stjórn­ar­inn­ar hvíl­ir ekki á þeim fræðilega grunni sem sum­ir stuðnings­menn þess hafa látið í veðri vaka, ef miðað er við svör Kristrún­ar Frosta­dótt­ur for­sæt­is­ráðherra í óund­ir­bún­um fyr­ir­spurn­um á Alþingi síðdeg­is í gær.

Þar sagði hún að auðlindar­ent­an væri „að ein­hverju leyti hug­lægt mat“, en fór að öðru leyti ekki út í hag­fræðileg­an grunn henn­ar.

Yf­ir­lýst mark­mið rík­is­stjórn­ar­inn­ar með frum­varpi um hækk­un veiðigjalda er að tryggja sann­gjarna, rétt­láta og eðli­lega hlut­deild auðlindar­entu í sjáv­ar­út­vegi.

Hanna Katrín og hag­fræðin

Hild­ur Sverr­is­dótt­ir þing­flokks­formaður sjálf­stæðismanna spurði Kristrúnu út í orð Hönnu Katrín­ar Friðriks­son at­vinnu­vegaráðherra, sem í liðinni viku bar „hag­fræðina“ fyr­ir áform­um sín­um. Þá sagði hún í ræðustól á Alþingi að „auðlindar­enta, inn­an skyn­sam­legra marka – sirka 50% tal­ar hag­fræðin um – skaðar ekki sam­keppn­is­hæfni“.

Því spurði hún Kristrúnu, sem er hag­fræðing­ur, til hvaða hag­fræðilegu grein­inga væri þar vísað, hvaða auðlindar­entu, 50% af hverju og hver væri upp­hæð ætlaðrar auðlindar­entu.

Kristrún minnti á að nú­ver­andi kerfi væri arf­ur frá fyrri rík­is­stjórn.

„Veiðigjaldið, eins og það er reiknað í dag, er ekki fengið í ein­hverj­um dæmi­bók­um eða stærðfræðibók­um eða auðlindar­entu­bók­um eða hag­fræðibók­um. Þetta er mat.“

Hún sagði að þeir sem þekktu til stofns veiðigjalds­ins vissu „að þar eru fyrst og fremst mats­kennd atriði“. Veiðigjalda­frum­varpið miðaði að því að fá skýr­ara mat á hver und­ir­liggj­andi verðmæti afl­ans væru.

Sér­stak­ar spurn­ing­ar og svör

„Auðlindar­ent­an – já, að ein­hverju leyti er hún hug­lægt mat. En það þarf ekki annað en að skoða um­fram­arðsemi í sjáv­ar­út­vegi […] til að átta sig á því að það er auðlindar­enta í sjáv­ar­út­vegi,“ sagði Kristrún.

Að öðru leyti svaraði hún ekki um hina hag­fræðilegu þætti, en sagði að sér þætti „þessi spurn­ing sér­stök“.

Hild­ur svaraði að sér þættu svör for­sæt­is­ráðherra ekki minna sér­stök.

„Þar voru eng­in svör við fyr­ir­spurn­um mín­um – eng­in. Nema að jú, vissu­lega er þetta hug­lægt. Gott og blessað að þetta sé hug­lægt. Er þá ekki heiðarlegra að viður­kenna það í staðinn fyr­ir að nota auðlindar­entu sem rök fyr­ir því að þetta muni ekki hafa nein áhrif á sam­keppn­is­hæfni? Þetta eru rök­in sem er ít­rekað haldið fram hér. Og svo, þegar maður spyr: Nú, ókei, hver er auðlindar­ent­an? – Já, það er auðvitað margt í mörgu. Sér­stök spurn­ing.“

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:

Bloggað um frétt­ina