Gera tilraunir með sorpflokkun

Reyna á nýjar leiðir til að bæta endurvinnslu í Reykjavík.
Reyna á nýjar leiðir til að bæta endurvinnslu í Reykjavík. mbl.is/Árni Sæberg

Reykja­vík­ur­borg hyggst setja af stað til­rauna­verk­efni um flokk­un sorps í borg­ar­land­inu. Verk­efnið var kynnt í um­hverf­is- og skipu­lags­ráði á dög­un­um og verður því hleypt af stokk­un­um á næst­unni.

Í um­fjöll­un um þetta verk­efni í um­hverf­is- og skipu­lags­ráði ný­lega kom fram að það kem­ur í kjöl­far til­lögu sem samþykkt var á síðasta ári um að ganga lengra í úr­gangs­flokk­un í al­manna­rými. Hug­mynd­in með verk­efn­inu er að greina bestu leiðir til flokk­un­ar í al­manna­rými til að auðvelda ákvörðun um framtíðarfyr­ir­komu­lag í borg­inni.

Reykja­vík­ur­borg hef­ur síðustu ár verið með sorp­flokk­unarílát á fjöl­förn­um stöðum þar sem fólk get­ur flokkað pappa, plast, flösk­ur og dós­ir auk al­menns úr­gangs. Í grein­ar­gerð kem­ur fram að ár­ang­ur­inn af þess­ari flokk­un­araðferð hef­ur verið ófull­nægj­andi; efnið sem þaðan kem­ur hef­ur ekki tal­ist hæft til end­ur­vinnslu og því endað sem al­menn­ur úr­gang­ur.

Til­rauna­verk­efnið fel­ur í sér að notuð verða stærri ílát með áber­andi og skilj­an­leg­um merk­ing­um. Gerður verður sam­an­b­urður á tvenns kon­ar fyr­ir­komu­lagi. Ann­ars veg­ar verður fjög­urra tunnu kerfi þar sem hægt er að flokka al­mennt rusl, plast, papp­ír og pappa og málma og gler. Hins veg­ar verður tveggja tunnu kerfi með tunnu fyr­ir al­mennt sorp og end­ur­vinnslutunnu þar sem svo­kölluð þur­refni; plast, pappi, málm­ar og gler eru flokkuð sam­an.

Þetta nýja kerfi verður prófað á fjór­um stöðum. Við strætó­stöðina við Há­skóla Íslands við Hring­braut verður tveggja tunnu kerfi en við strætó­stöðina við Miklu­braut hjá Kringl­unni verður fjög­urra tunnu kerfi. Þá verður fjög­urra tunnu kerfi við grillaðstöðuna í Hljóm­skálag­arðinum og tveggja tunnu kerfi við grillaðstöðuna á Klambra­túni.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur: