Tók sér Reykjavík alla fyrir fætur

Video Player is loading.
Current Time 0:00
Duration 6:41
Loaded: 0.00%
Stream Type LIVE
Remaining Time 6:41
 
1x
  • Chapters
  • descriptions off, selected
  • subtitles off, selected
  • default, selected

Mis­jafnt haf­ast menn­irn­ir að. Fyr­ir rúm­um þrem­ur árum reimaði Reyk­vík­ing­ur einn á sig skóna og hélt af stað í leiðang­ur sem ekki lauk fyrr en nú í júní.

Og sá sem þarna á í hlut er Sig­urður Bogi Sæv­ars­son, blaðamaður á Morg­un­blaðinu sem er lands­mönn­um mörg­um að góðu kunn­ur.

Fluga í höfuðið

Hann fékk sum­sé þá flugu í höfuðið að ganga all­ar göt­ur Reykja­vík­ur. Þær eru um 1000 tals­ins. Varð hann sér út um lista hjá borg­inni og tók svo að haka við þær göt­ur sem hann hafði lagt að baki.

Í skemmti­legu viðtali á vett­vangi Spurs­mála fer hann yfir þetta uppá­tæki sitt og rifjar upp minn­is­verð tíðindi af plamp­inu.

Viðtalið við Sig­urð Boga má sjá í heild sinni í spil­ar­an­um hér að neðan og hefst á mín­útu: 47:49.

mbl.is