Veiðarnar lúti sömu lögmálum

Árni Sverrisson, formaður Félags skipstjórnarmanna.
Árni Sverrisson, formaður Félags skipstjórnarmanna. mbl.is/Eyþór Árnason

Fé­lag skip­stjórn­ar­manna er þeirr­ar skoðunar að magn til strand­veiða eigi að lúta sömu lög­mál­um og magn til veiða í al­menna kvóta­kerf­inu, afla­marks­kerf­inu og króka­afla­marks­kerf­inu, þar sem veiðiheim­ild­um er út­hlutað fyr­ir hvert skip. Fé­lagið er því ekki mót­fallið strand­veiðum en vill að um þær gildi sömu regl­ur.

Árni Sverris­son, formaður Fé­lags skip­stjórn­ar­manna, seg­ir í sam­tali við Morg­un­blaðið að stjórn­völd hafi hins veg­ar ákveðið að heim­ila strand­veiðar til ákveðið margra daga án þess að heild­ar­magnið sem bát­arn­ir fá að veiða sé ljóst.

„Þarna er verið að færa veiðiheim­ild­ir, mögu­lega, úr afla­marks­kerf­un­um yfir í strand­veiðikerf­in með ein­um eða öðrum hætti,“ seg­ir Árni, sem talaði fyr­ir at­vinnu­vega­nefnd um málið en seg­ist ekki vongóður um að frum­varpið taki breyt­ing­um.

„Þegar maður tal­ar fyr­ir at­vinnu­vega­nefnd þá gefa þeir ekk­ert út, þeir hlusta á sjón­ar­mið okk­ar og spyrja spurn­inga,“ seg­ir Árni og bæt­ir við að upp­lif­un sín af fund­in­um sé sú að stjórn­völd ætli að heim­ila strand­veiðar í 48 daga. „Mér heyr­ist á öllu að þau ætli að hafa þetta óbreytt.“

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur: