Börnin fegra fiskvinnsluna

Litir og gleði ráða nú ríkjum hjá fiskvinnslunni Vilja á …
Litir og gleði ráða nú ríkjum hjá fiskvinnslunni Vilja á Hólmavík. Ljósmynd/Jón Jónsson

Fyr­ir um ári hóf fisk­vinnsl­an Vilji starf­semi í hús­næði sem áður hýsti rækju­vinnsl­una Hólma­drang á Hólma­vík. Á þessu eina ári hef­ur Vilji vaxið hratt en þar er nú 21 starfsmaður á launa­skrá, sem er jafn marg­ir og störfuðu hjá Hólma­drangi við lok­un vinnsl­unn­ar árið 2023. Það var mikið högg en miðað við að 424 bjuggu þá í Stranda­byggð misstu tæp 5% íbúa vinn­una. Upp­gang­ur starf­semi eins og Vilja skipt­ir því sam­fé­lag á borð við Stranda­byggð afar miklu máli.

„Það geng­ur bara mjög vel,“ seg­ir Björk Ingvars­dótt­ir fram­kvæmda­stjóri Vilja. „Við erum ein­göngu búin að vera í fram­leiðslu á fersk­um fiski síðan við byrjuðum en við för­um að frysta í byrj­un júlí. Svo að við höf­um verið að bæta tækj­um og fleira við og við stefn­um alltaf hærra og hærra.“

And­lits­lyft­ing á ársaf­mæli

Það er við hæfi að nú hafi grunn­skóla­börn­in á svæðinu sett mark sitt á fisk­vinnsl­una. Hús­næðið hef­ur fengið skemmti­lega and­lits­lyft­ingu en Björk seg­ir að hug­mynd­ina hafi Andri Freyr Arn­ars­son tóm­stunda­full­trúi Stranda­byggðar átt. Verkið var síðan form­lega vígt nú í júní.

Spurð hvort þetta verk­efni end­ur­spegli kannski ákveðna hlut­deild sam­fé­lags­ins í at­vinnu­starf­semi eins og Vilja seg­ir Björk það al­veg ljóst. Hún seg­ir jafn­framt að börn­in sem al­ast upp á stað eins og Hólma­vík hafi mörg sterka teng­ingu við sjó­inn og starf­semi sem hon­um teng­ist. „Ná­lægðin við um­hverfið er mjög mik­il, við nátt­úr­una og sjó­inn. Börn­in leika sér mörg inn­an um þar sem fólk er að vinna og fólk er að landa og þau fylgj­ast með. Við leggj­um líka mikið upp úr því að taka þátt í sam­fé­lag­inu og styðja það sem við get­um,“ seg­ir hún að lok­um.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur: