Miðflokkurinn sækir á

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins.
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins. mbl.is/Karítas

Miðflokk­ur­inn bæt­ir tölu­verðu við sig en fylgi hans eykst á milli mánaða úr 9,7% í 13%, sam­kvæmt niður­stöðum könn­un­ar Maskínu.

Könn­un­in fór fram frá 20. til 24. júní og voru 876 sem svöruðu henni. Spurt var hvaða flokk fólk myndi kjósa ef gengið yrði til alþing­is­kosn­inga í dag.

Sam­fylk­ing­in mæl­ist áfram stærst flokka og bæt­ir lít­il­lega við sig fylgi frá því í maí, eða um 0,7 pró­sentu­stig­um, og mæl­ist nú í 28,1%. Hef­ur hún ekki mælst stærri hjá Maskínu frá síðustu kosn­ing­um.

Fylgi Sjálf­stæðis­flokks og Viðreisn­ar minnk­ar 

Sjálf­stæðis­flokk­ur­inn mæl­ist næst­stærst­ur flokka með 17,3% en í maí mæld­ist hann með 18,9% fylgi.

Fylgi Viðreisn­ar mæl­ist nú 15,3% en var 16,8% í maí. Fylgi Flokks fólks­ins dal­ar lít­il­lega á milli mánaða, eða um 0,6 pró­sentu­stig og stend­ur nú í 6,6%.

Fram­sókn stend­ur í stað

Fram­sókn­ar­flokk­ur­inn stend­ur nán­ast í stað en fylgi hans eykst um 0,2 pró­sentu­stig og stend­ur hann nú í 7%.

Lít­il breyt­ing er á fylgi Pírata, Sósí­al­ista­flokks­ins og Vinstri grænna, sem eru all­ir með und­ir 5% fylgi.

mbl.is