Þörungahúðaðar gúrkur á leiðinni

Eftir sjö daga er óhúðuð gúrka (efst á mynd) farin …
Eftir sjö daga er óhúðuð gúrka (efst á mynd) farin að skorpna. Ljósmynd/Marea

Þau ger­ast vart betri, gúrkutíðind­in. Inn­an nokk­urra mánaða mun­um við sjá nýj­ung í græn­met­is­um­búðum þar sem líf­ræna húðun­ar­efnið Ice­bor­ea, sem unnið er úr þör­ung­um, mun koma í stað plasts. Íslensk­ar gúrk­ur verða fyrsta þör­unga­húðaða græn­metið á markaðnum en vafa­laust munu fáir sakna þess að plokka plastið utan af þessu græna góðmeti. Tóm­at­ar og róf­ur munu fylgja í kjöl­farið. Lausn­in er þróuð af ís­lenska sprota­fyr­ir­tæk­inu Marea sem hef­ur aðset­ur hjá Íslenska sjáv­ar­klas­an­um í Reykja­vík.

Best að byrja á gúrku

„Fyrsta formúl­an sem við þróuðum var fyr­ir blá­ber,“ seg­ir Ju­lie Encaus­se, fram­kvæmda­stjóri og einn stofn­enda Marea, en hún seg­ir að það hefði kallað á flókn­ari vinnu er­lend­is. „Við mun­um taka upp þráðinn með það seinna, en við erum lítið sprota­fyr­ir­tæki og fjár­magn er tak­markað þó að við séum með flotta fjár­festa. Við ákváðum því að snúa okk­ur að gúrk­um því þær eru fá­an­leg­ar á Íslandi all­an árs­ins hring. Við feng­um svo já­kvæðar mót­tök­ur því hér eru all­ir til í ný­sköp­un, til í að prófa eitt­hvað nýtt og til í að gera bet­ur.“

Húðunarefnið framlengir geymsluþol gúrkunnar í allt að 15 daga.
Húðun­ar­efnið fram­leng­ir geymsluþol gúrk­unn­ar í allt að 15 daga. Ljós­mynd/​Marea

Ju­lie seg­ir að húðun­ar­efnið fram­lengi geymsluþol gúrkna í allt að 15 daga en auðvelt sé að þvo efnið af. Til sam­an­b­urðar geym­ast óhúðaðar í um eina viku. Hún seg­ir jafn­framt að húðunin viðhaldi þétt­leika gúrkna á sama hátt og plast­umbúðir en sé bet­ur til þess fall­in að varðveita nær­ing­ar­efni eins og C-víta­mín og andoxun­ar­efni. Fyr­ir sölu eru niður­brjót­an­leg­ir límmiðar með upp­lýs­ing­um um vör­una og inni­hald húðun­ar­efn­is­ins límd­ir á gúrk­una. Um síðir telja þau hjá Marea að nóg verði að hafa QR-kóða hjá vör­unni í búðinni svo fólk geti sótt sér upp­lýs­ing­ar en því er fólk ekki vant enn þá.

„Það tek­ur alltaf tíma að breyta neyt­enda­hegðun en okk­ur tókst að hætta að nota plast­poka úti í búð og færa okk­ur yfir í að muna að taka okk­ar eig­in poka,“ seg­ir Ju­lie. „Þannig að ég er bjart­sýn á að þessu skrefi verði líka hægt að breyta.“

Marg­ir mögu­leik­ar

Þör­unga­húðun­ar­efnið er ekki eina var­an sem Marea hef­ur unnið að en áður höfðu þau þróað svo­kallað þaraplast með góðum ár­angri. Árið 2021 var kom­in frum­gerð af plastþynn­um sem meðal ann­ars geta nýst til að aðskilja fros­in fisk­flök og plast­filmu sem hægt er að nota til inn­pökk­un­ar. Þegar blaðamaður rifjar þetta upp við Ju­lie bros­ir hún. „Það er skemmti­legt að hugsa svona til baka,“ seg­ir hún, „því, vá, hvað mikið hef­ur gerst síðan þá.“ Hún seg­ir að þá hafi aðbúnaður og reglu­verk á Íslandi ekki verið komið á þann stað að hægt væri að fara í fram­leiðslu. Það ku vera að breyt­ast til hins betra núna og Marea mun brátt snúa sér aft­ur að þaraplast­inu en eins og er á húðunin hug þeirra all­an. Árið 2022 fór Marea í sam­starf við líf­tæknifyr­ir­tækið Al­ga­líf sem fram­leiðir efni úr örþör­ung­um. Við fram­leiðsluna féll til þör­unga­hrat sem Al­ga­líf vildi finna leiðir til að end­ur­nýta og þau hjá Marea sáu fljótt að hægt væri að þróa líf­rænt húðun­ar­efni úr hrat­inu en það fell­ur vel að hug­mynd­um beggja fyr­ir­tækja um um­hverf­i­s­væna fram­leiðslu.

Nú er Marea að setja upp verk­smiðju á Suður­landi. Við tek­ur vott­un­ar­ferli, að því loknu verður lagt í próf­an­ir með fram­leiðend­um þar sem þeim verður kennt að nota efnið og þá taka við markaðspruf­ur með dreif­ing­ar- og söluaðilum. Skömmu eft­ir það mun­um við fara að sjá þör­unga­húðaðar gúrk­ur í búðum lands­ins en Ju­lie seg­ir að það sé aðeins spurn­ing um nokkra mánuði. Þá er það síðasti liður­inn, að sjá hvað gúrku­kaup­end­um finnst. „Við hlökk­um mjög til þegar við get­um byrjað að fá end­ur­gjöf frá neyt­end­um,“ seg­ir Ju­lie að lok­um.

Í upp­haf­legu frétt­inni var sagt að gúrk­urn­ar séu þara­húðaðar. Hið rétta er að húðun­ar­efnið er unnið úr örþör­ung­um.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur: