Störf og kjarasamningar í hættu

Fjölmörg störf eru í sjávarútvegi, bæði á sjó og á …
Fjölmörg störf eru í sjávarútvegi, bæði á sjó og á landi. Morgunblaðið/Sigurður Bogi

Upp­sagn­ir blasa við í sjáv­ar­út­vegi á næstu miss­er­um ef miðað er við könn­un sem Gallup fram­kvæmdi ný­verið fyr­ir Sam­tök at­vinnu­lífs­ins og Seðlabank­ann til að kanna efna­hags­horf­ur í at­vinnu­líf­inu. For­svars­menn fyr­ir­tækja hafa áhyggj­ur af sam­drætti í grein­inni og for­menn stétt­ar­fé­laga hafa áhyggj­ur af því hvað framtíðin mun þýða fyr­ir þeirra fé­lags­menn.

Í könn­un Gallups kom fram að mestr­ar svart­sýni gæti meðal fyr­ir­tækja í sjáv­ar­út­vegi þar sem helm­ing­ur stjórn­enda met­ur nú­ver­andi stöðu sem slæma en um 60% aðspurðra bú­ast við að horf­ur versni enn frek­ar á kom­andi mánuðum. Aðeins 21% þeirra fyr­ir­tækja sem tóku þátt í könn­un­inni hyggj­ast fjölga starfs­fólki á næstu sex mánuðum en í sjáv­ar­út­vegi sjá eng­in fyr­ir­tæki fram á að bæta við sig starfs­mönn­um. Hins veg­ar segj­ast 39% þeirra stefna að fækk­un starfs­fólks.

Í skrif­legu svari til 200 mílna tjáði nýr for­stjóri Sam­herja, Bald­vin Þor­steins­son, sig ekki um það hvort fyr­ir­tækið bygg­ist við því að fækka starfs­fólki, en hann tók þó fram að mikl­ar hækk­an­ir veiðigjalds eigi eft­ir að leiða til þess að fyr­ir­tæki muni draga úr fjár­fest­ingu og þar með upp­bygg­ingu í grein­inni. „Það þýðir að skatt­sporið verður lægra til lengri tíma litið. Ég bendi jafn­framt á að sá blóm­legi þekk­ing­ariðnaður sem byggst hef­ur upp í kring­um sjáv­ar­út­veg­inn hér á landi mun finna illa fyr­ir þess­um áform­um og fyr­ir­tæk­in hafa þegar orðið vör við sam­drátt eða frest­un verk­efna. Áhrifa þess­ara miklu hækk­ana gæt­ir sem sagt víða. Íslensk­ur sjáv­ar­út­veg­ur er í harðri alþjóðlegri sam­keppni á er­lend­um mörkuðum. Þess vegna er lyk­il­atriði að rekstr­ar­um­hverfið í grein­inni sé sam­keppn­is­hæft.“

Baldvin Þorsteinsson, nýr forstjóri Samherja, segir að miklar hækkanir veiðigjalds …
Bald­vin Þor­steins­son, nýr for­stjóri Sam­herja, seg­ir að mikl­ar hækk­an­ir veiðigjalds muni draga úr upp­bygg­ingu í grein­inni. Ljóst­mynd/​Sam­herji/​Axel Þór­halls­son

Áhyggj­ur af störf­um

Könn­un Gallups sýn­ir þó glöggt að þær áhyggj­ur sem viðraðar hafa verið um störf í sjáv­ar­út­vegi komi til brattr­ar hækk­un­ar á veiðigjöld­um séu ekki úr lausu lofti gripn­ar. „Kristrún Frosta­dótt­ir sagðist ætla að hækka þau í tíu skref­um á tíu árum,” seg­ir Árni Sverris­son, formaður Fé­lags skip­stjórn­ar­manna, í sam­tali við 200 míl­ur en hann kom á dög­un­um fyr­ir at­vinnu­vega­nefnd vegna máls­ins. „Svo skell­ur þetta á núna og ég held að sann­leik­ur­inn sé að sárs­auka­mörk­in eða viðmiðun­ar­mörk­in séu ein­hvers staðar þarna á milli [stjórn­valda] og sjáv­ar­út­gerðar­inn­ar.” Hann seg­ir að erfitt sé að fram­kvæma raun­veru­legt mat á því hvernig sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­tæki muni verða fyr­ir áhrif­um því rekst­ur þeirra sé afar mis­mun­andi. „Ég er nú bú­inn að vera alla mína ævi ein­hvers staðar í sjáv­ar­út­veg­in­um og ég er ekki í stakk bú­inn til þess að segja þér hvað út­gerðin er til­bú­in til að geta greitt. Það er ör­ugg­lega mjög mis­mun­andi eft­ir fyr­ir­tækj­um, hvernig fyr­ir­tæk­in eru skuld­sett og hvaða veiðiheim­ild­ir þau hafa og svo fram­veg­is og svo fram­veg­is. Og svo er auðvitað bú­seta þeirra og skipa­kost­ur mis­mun­andi.” Hann tel­ur að nauðsyn­legt sé að gera breyt­ing­ar í skref­um eins og áður var stefnt að og fylgj­ast með því hverj­ar af­leiðing­arn­ar verða.

Árni Sverrisson, formaður Félags skipstjórnarmanna, er á þeirri skoðun að …
Árni Sverris­son, formaður Fé­lags skip­stjórn­ar­manna, er á þeirri skoðun að veiðigjöld verði að setja á í skref­um svo hægt sé að meta áhrif­in. Morg­un­blaðið/​Eyþór

Árni bend­ir einnig á um­sögn Fé­lags skip­stjórn­ar­manna við frum­varpið þar sem tekið er fram að fé­lagið telji að lít­il og meðal­stór fyr­ir­tæki í sjáv­ar­út­vegi hafi ekki burði til að standa und­ir svo mikl­um hækk­un­um og hætt sé við að þau sam­ein­ist eða verði keypt af stærri fyr­ir­tækj­um. Þá er einnig bent á að 10 ára kjara­samn­ing­ur fé­lags­ins sem und­ir­ritaður var árið 2023 sé í hættu en í hon­um er kveðið á um að hægt sé að segja hon­um upp eft­ir fjög­ur ár ef álög­ur rík­is­ins á sjáv­ar­út­veg auk­ist mikið. Ljóst er að al­mennt starfs­fólk í sjáv­ar­út­vegi stend­ur frammi fyr­ir mik­illi óvissu á næstu miss­er­um og sér­stak­lega er erfitt að sjá hverj­ar af­leiðing­arn­ar verða til lengri tíma litið.

mbl.is