Veiðigjöld auka ekki útsvarstekjur

Undrun vakti á Alþingi þegar Inga Sæland hélt því fram …
Undrun vakti á Alþingi þegar Inga Sæland hélt því fram í ræðustól að hærri veiðigjöld myndu auka útsvarstekjur sveitarfélaga. mbl.is/Ólafur Árdal

„Það ligg­ur ljóst fyr­ir að út­svar verður ekki hækkað með því að hækka veiðigjöld. Nema þá að út­vegs­menn sætt­ist á að borga okk­ur á grund­velli verðsins í Nor­egi,“ seg­ir Val­mund­ur Val­munds­son, formaður Sjó­manna­sam­bands Ísland, í sam­tali við Morg­un­blaðið.

Hann var spurður álits á þeim um­mæl­um Ingu Sæ­land, fé­lags- og hús­næðismálaráðherra, á Alþingi í gær að hærri veiðigjöld myndu skila sér í hærri út­svar­s­tekj­um til sveit­ar­fé­laga. Virt­ist Inga halda að ef svo færi að frum­varp um veiðigjöld næði fram að ganga á Alþingi yrði upp­sjáv­ar­fisk­ur eins og mak­ríll skattlagður á grund­velli meðal­verðs í Nor­egi, sem hún virt­ist telja að yrði þá jafn­framt upp­gjör­sverð til sjó­manna. Það myndi síðan skila sér í hærri út­svar­s­tekj­um til sveit­ar­fé­laga.

Vöktu þessi um­mæli Ingu, sem reynd­ar gegndi embætti for­sæt­is­ráðherra þegar hún kunn­gjörði þetta álit sitt á Alþingi, mikla furðu þing­manna. Benti Bergþór Ólason alþing­ismaður Miðflokks­ins á í þing­ræðu að sam­kvæmt fyrr­greindu áliti Ingu Sæ­land yrðu áhrif­in af veiðigjalda­frum­varp­inu allt önn­ur en fram kæmi í frum­varp­inu sjálfu.

„Við búum við það sjó­menn í dag að við erum með kjara­samn­ing í gildi sem kveður á um hvernig fisk­ur er verðlagður í viðskipt­um á milli skyldra aðila. Í upp­sjáv­ar­fiski selja út­gerðir sjálf­um sér fisk­inn í öll­um til­vik­um. Þar er í gildi ákveðin regla sem er sú að 33% af afurðaverði þess fiskj­ar sem kem­ur til vinnslu kem­ur til skipta sjó­manna,“ seg­ir Val­mund­ur.

„Því var lýst yfir af hálfu rík­is­stjórn­ar­inn­ar þegar frum­varp um veiðigjöld kom fram að hún væri ekki að hlutast til um kjara­samn­inga sjó­manna. En ef Inga Sæ­land ætl­ar að halda því fram að veiðigjöld í upp­sjáv­ar­fiski muni hækka upp­gjör­sverð til sjó­manna, þá erum við al­veg til­bún­ir í það. En þá þarf að breyta kjara­samn­ingi, en það verður ekki gert nema með sam­komu­lagi beggja aðila, þ.e. sjó­manna og út­vegs­manna, eða þá með því að segja samn­ingn­um upp, en hann er ekki upp­segj­an­leg­ur fyrr en eft­ir þrjú ár,“ seg­ir hann. Rétt er að halda því til haga að Inga hef­ur í fram­hald­inu breytt nokkr­um sinn­um færslu sinni á sam­fé­lags­miðlum um þetta mál og þegar síðast spurðist minnt­ist hún þar ekki á út­svar leng­ur.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur: