Fyrsta hitabylgja sumarsins ríður yfir Evrópu

Frá Barcelona á Spáni.
Frá Barcelona á Spáni. AFP

Fyrsta hita­bylgja sum­ars­ins ríður nú yfir meg­in­land Evr­ópu. 

Bú­ist er við allt að 37 stiga hita í Róm á Ítal­íu og nærri 40 stiga hita í Marseille, næst­stærstu borg Frakk­lands. Þar hafa borg­ar­yf­ir­völd fyr­ir­skipað að ókeyp­is verði í al­menn­ings­sund­laug­ar til þess að íbú­ar geti kælt sig. 

Á morg­un verður hátt viðbúnaðarstig í gildi víðast hvar í Portúgal vegna mik­ils hita og skógar­elda. Bú­ist er við 42 stiga hita í höfuðborg­inni Lissa­bon. 

„Ég reyni að hugsa ekki um það, en ég drekk mikið af vatni og er aldrei kyrr af því að þá fær maður sól­sting,“ sagði ít­alski nem­inn Sria­ne Mina við AFP-frétta­veit­una í Fen­eyj­um á Ítal­íu í gær. 

Kælt sig á götum Parísar í Frakklandi.
Kælt sig á göt­um Par­ís­ar í Frakklandi. AFP

Á Spáni er bú­ist við yfir 40 stiga hita frá og með morg­un­deg­in­um. 

Sömu sögu er að segja af sunn­an­verðri Ítal­íu og hafa yf­ir­völd á Sikiley bannað vinnu ut­an­dyra á heit­ustu tím­um sól­ar­hrings­ins. Ítölsk verka­lýðsfé­lög hafa kallað eft­ir því að bannið gildi víðar. 

Fjöl­mörg hita­met hafa verið sleg­in und­an­far­in og var mars­mánuður meðal ann­ars sá hlýj­asti frá upp­hafi mæl­inga sam­kvæmt lofts­lags­eft­ir­liti Evr­ópu­sam­bands­ins, Kópernikus. 

mbl.is