Eiga inni heimboð til fólks um allan heim

Heiða og Bjarni hafa búið saman á Dalvík í 35 …
Heiða og Bjarni hafa búið saman á Dalvík í 35 ár. Ljósmynd/Aðsend

Hjón­in Bjarni Gunn­ars­son og Krist­ín Aðal­heiður Sím­on­ar­dótt­ir, sem er oft­ast kölluð Heiða, hafa búið á Dal­vík í 35 ár. Heiða er þaðan en Bjarni er frá Greni­vík og í dag reka þau
kaffi­húsið Gísla, Ei­rík, Helga sem er sam­komu­hús fyr­ir heima­fólk, Íslend­inga sem ferðast inn­an­lands og er­lenda túrista

„Við höfðum rekið gist­ingu fyr­ir ferðamenn frá ár­inu 2010 og okk­ur fannst vanta eitt­hvað sem myndi vera eins og sam­nefn­ari fyr­ir sveit­ar­fé­lagið, nokk­urs kon­ar sérstaða eða ein­kenni staðar­ins sem aðrir væru ekki að nota sem aðdrátt­ar­afl. Þegar kom að því að velja nafn á kaffi­húsið datt okk­ur í hug að nota bræðurna frá Bakka í Svarfaðar­dal. Okk­ur finnst þeir til­heyra Svarfaðar­dal eða Dal­vík­ur­byggð, og engu öðru, þótt heim­ild­ir og sög­ur segi þá hugs­an­lega eiga upp­runa t.d. í Fljót­um,“ seg­ir hún.

„Heiða vildi fyrst búa til sögu­set­ur um þá bræður, stað þar sem væri að finna sam­bland af sögu­safni og skemmti­legu efni og viðburðum tengd­um sög­un­um af Bakka­bræðrum. Hún fann hús­næði, gam­alt fjár­hús og hlöðu rétt við Dal­vík sem við skoðuðum og feng­um reynd­ar yf­ir­ráðarétt yfir með það fyr­ir aug­um að gera upp og byggja sögu­set­ur Bakka­bræðra. Það kom nú fljótt í ljós að þetta verk­efni yrði of dýrt og erfitt í upp­setn­ingu á þess­um stað og það væri væn­legra að tengja sögu­setrið ann­arri starf­semi sem gæfi ein­hverj­ar tekj­ur af sér. Nokkru seinna bauðst okk­ur að leigja hluta af hús­inu Sig­túni við Grund­ar­götu á Dal­vík af Dal­vík­ur­byggð og þá ákváðum við að láta af þessu verða, byggja sögu­set­ur og kaffi­hús þar sem gest­ir gætu notið veit­inga og upp­lif­ana í bland við að kynna sér allt um Bakka­bræður,“ seg­ir Bjarni.

Fiskisúpan er langvinsælust á matseðlinum.
Fiskisúp­an er lang­vin­sæl­ust á mat­seðlin­um. Ljós­mynd/​Aðsend

Ramm­ís­lenskt

Hjón­in segja að þau hafi lagt upp með að hafa kaffi­húsið gam­aldags og heim­il­is­legt og að þar yrðu hlut­ir sem minntu á Bakka­bræður og sög­urn­ar af þeim sem mætti tengja öðrum þjóðsög­um.

„Við reyn­um að bjóða upp á úr­val af heima­gerðu brauði og kök­um, gott kaffi og súkkulaði í bland við aðra drykki þar sem bjór­inn úr heima­byggð, Kaldi, er í önd­vegi. Fljót­lega kom í ljós að það var eft­ir­spurn eft­ir há­deg­is­verði eða meiri mat en bara kaffi og kök­um og þá ákvað Heiða að byrja með súp­ur, og þá aðallega fiskisúpu. Á end­an­um ein­skorðaðist þetta við fiskisúp­una okk­ar með fersku sal­ati. Við bök­um brauð úr bjórn­um Kalda, sem fylg­ir súp­unni. og þessi ein­faldi pakki hef­ur alla tíð slegið í gegn þannig að gest­ir víða að koma til okk­ar, ein­göngu til að njóta hans en kom­ast svo að því að kaffi­húsið er fullt af upp­lif­un­um og skemmti­leg­heit­um, sem hef­ur glatt ferðamenn nú í rúm 12 ár,“ seg­ir Bjarni.

Þau segj­ast vera ánægð með að hafa valið þetta nafn á kaffi­húsið.

„Þetta er ramm­ís­lenskt nafn sem pass­ar við það sem við erum að gera. Það er allt of mikið um að reynt sé að höfða til gesta með því að nefna staði er­lend­um nöfn­um og við erum al­farið á móti því,“ seg­ir Heiða.

Kaffihúsið laðar að fólk frá öllum heimshornum.
Kaffi­húsið laðar að fólk frá öll­um heims­horn­um. Ljós­mynd/​Aðsend

Sögu­frægt hús

Húsið Sig­tún á sér langa sögu en það var byggt árið 1937 og var áður þekkt sem Sigga­búð.

„Hér var fyrst íbúð á efri hæðinni en versl­un Sig­urðar P. Jóns­son­ar var á neðri hæðinni. Það er gam­an að segja frá því að Siggi þessi var lang­ömmu­bróðir Heiðu. Hann rak hér versl­un til árs­ins 1967 en eft­ir það var hér bæði raf­magns­verk­stæði og glergalle­rí. Einnig hafa lista­menn fengið að hafa hér aðstöðu sem og leik­fé­lagið á Dal­vík. Rekst­ur kaffi­húss­ins okk­ar hófst árið 2013 en tveim­ur árum síðar keypt­um við allt húsið af Dal­vík­ur­byggð og stækkuðum þá við okk­ur, þar sem við bætt­um efri hæðinni við,“ seg­ir hann.

Hjón­in reka kaffi­húsið all­an árs­ins hring og segja að skíðavertíðin sem byrj­ar í mars komi sterk inn.

„Það er auðvitað mest að gera yfir sum­ar­tím­ann, eins og á flest­um stöðum, en við erum svo hepp­in að hafa hér ferðamennsku yfir vetr­ar­tím­ann, bæði skíðafólk sem sæk­ir skíðasvæðið heim og svo fjalla­skíðamenn sem hafa nán­ast gert kaffi­húsið okk­ar heims­frægt með því að fylla það á hverj­um degi ár­lega í mars, apríl og maí. Það er afar skemmti­leg­ur tími þar sem kaffi­húsið verður að sam­komu­stað fjalla­skíðafólks og marg­ir koma við á hverj­um degi meðan á dvöl þeirra stend­ur. Við fáum mik­inn fjölda Íslend­inga í heim­sókn en það verður að segj­ast að meiri­hlut­inn er trú­lega er­lend­ir gest­ir á ferð um landið. Við rek­um líka gist­ingu fyr­ir tæp­lega 50 manns og þeir gest­ir eru dug­leg­ir að nýta kaffi­húsið,“ seg­ir hún.

Skíðavertíðin byrjar í mars og segja hjónin að hún hafi …
Skíðavertíðin byrj­ar í mars og segja hjón­in að hún hafi já­kvæð áhrif á rekst­ur­inn. Ljós­mynd/​Aðsend

Er­lend­ir ferðamenn vilja flat­brauð

Þótt fiskisúp­an sé lang­vin­sæl­ust segja þau að er­lend­ir ferðamenn séu spennt­ir fyr­ir því ramm­ís­lenska og nefna rúg­brauð.

„Er­lendu ferðamenn­irn­ir eru for­vitn­ir um rúg­brauð og flat­brauð sem við smyrj­um auðvitað með hangi­kjöti og sil­ungi reykt­um í Ólafs­firði.“

Heiða og Bjarni eru metnaðarfull og iðin við að halda í sög­una og sjarmann sem fylg­ir hús­inu. Hluta úr ár­inu leigja þau hús­næði Ungó af Dal­vík­ur­bæ en það er leik­hús og var bíó Dal­vík­ur á árum áður, en það er áfast kaffi­hús­inu.

„Við sýn­um gest­um og gang­andi Ungó og stund­um höld­um við þar viðburði eins og tón­leika eða sýn­ing­ar og oft eru sýnd­ir íþróttaviðburðir þar á skjá. Gömlu sýn­ing­ar­vél­arn­ar, sem nú eru ekki leng­ur í notk­un, eru sýni­leg­ar gest­um af efri hæð kaffi­húss­ins. Þær eru mjög merki­leg­ar og góður minn­is­varði um bíó­menn­ing­una eins og hún var áður fyrr. Vél­arn­ar eru svo­kallaðar kol­boga­ljós-vél­ar og eru mjög gaml­ar, trú­lega elstu kvik­mynda­sýn­ing­ar­vél­ar í sínu upp­runa­lega um­hverfi á Íslandi,“ seg­ir hún.

Hvað finnst ykk­ur skemmti­leg­ast við vinn­una ykk­ar?

„Það er fjöl­breyti­leik­inn, það er eng­inn dag­ur eins. Maður sofn­ar með ákveðna hug­mynd að verk­efn­um næsta dags, en eitt sím­tal að morgni get­ur breytt öll­um deg­in­um. Það er svo gef­andi og gam­an að vera í þessu starfi sem ferðaþjón­ust­an er og hitta allt þetta skemmti­lega fólk sem heim­sæk­ir okk­ur. Við finn­um hvað það gef­ur líka gest­um okk­ar mikið að tala við heima­fólk og heyra sögu okk­ar sem byggj­um þetta land og þenn­an bæ, og hvernig lífið og til­ver­an geng­ur á þess­ari litlu eyju okk­ar lengst norður í Atlants­hafi. Í tengsl­um við gist­ing­una okk­ar erum við að gera upp gam­alt hús sem við byggðum við, og nú er farið að sjá fyr­ir end­ann á því stóra og fal­lega verk­efni. Það verður góð viðbót við þau hús sem við bjóðum nú þegar upp á í gisti­mögu­leik­um hjá okk­ur. Dag­arn­ir eru oft ansi lang­ir og vinnu­stund­irn­ar marg­ar, því skipt­ir miklu máli að hafa gam­an af því sem maður er að fást við alla daga. Við höf­um tengst mörg­um gesta okk­ar sem koma ár eft­ir ár mikl­um vináttu­bönd­um og eig­um reynd­ar heim­boð úti um all­an heim sem við get­um von­andi nýtt okk­ur ein­hvern tím­ann,“ seg­ir hún.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur: