MAST samþykkir stækkun seiðaeldis

Matvælastofnun hefur veitt fyrirtækinu Arctic Smolt ehf. nýtt rekstrarleyfi vegna …
Matvælastofnun hefur veitt fyrirtækinu Arctic Smolt ehf. nýtt rekstrarleyfi vegna seiðaeldis í Tálknafirði. mbl.is/Guðlaugur

Mat­væla­stofn­un hef­ur veitt fyr­ir­tæk­inu Arctic Smolt ehf. nýtt rekstr­ar­leyfi vegna seiðaeld­is á landi að Norður­botni í Tálknafirði. Þetta kem­ur fram í til­kynn­ingu á heimasíðu stofn­un­ar­inn­ar. Nýja leyfið heim­il­ar eldi með allt að 2.400 tonna há­marks­líf­massa, en áður hafði fyr­ir­tækið leyfi fyr­ir allt að 1.000 tonn­um.

Um­sókn um stækk­un­ina var lögð fram 5. júlí 2022 og var til­laga að leyf­isút­gáfu aug­lýst frá 9. apríl til 8. maí 2025. Eng­ar at­huga­semd­ir bár­ust á þeim tíma. Auk rekstr­ar­leyf­is Mat­væla­stofn­un­ar er starf­sem­in háð starfs­leyfi frá Um­hverf­is- og orku­stofn­un.

Ákvörðun Mat­væla­stofn­un­ar um út­gáfu rekstr­ar­leyf­is­ins má kæra til úr­sk­urðar­nefnd­ar um­hverf­is- og auðlinda­mála inn­an eins mánaðar frá birt­ingu aug­lýs­ing­ar­inn­ar.

mbl.is