Forseti Alþingis: „Það segir sína sögu“

Þetta segir Þórunn í samtali við mbl.is.
Þetta segir Þórunn í samtali við mbl.is. mbl.is/Kristinn Magnússon

„Ég held að það skipti engu máli hvaða orð ég nota til að lýsa ann­arri umræðu um veiðigjaldið, en hún er orðin þriðja lengsta umræða í þing­sög­unni, að minnsta kosti und­ir nú­gild­andi þing­skap­a­lög­um. Það seg­ir sína sögu.”

Þetta seg­ir Þór­unn Svein­bjarn­ar­dótt­ir, for­seti Alþing­is, í sam­tali við mbl.is en umræður um veiðigjalda­frum­varp rík­is­stjórn­ar­inn­ar standa enn yfir og sum­ir hafa sagt stjórn­ar­and­stöðuna stunda málþóf.

Þór­unn seg­ir ótíma­bært að hún tjái sig um það hvenær samn­ing­ar ná­ist um þinglok og hvaða mál verði kláruð á þessu þingi, sem átti að ljúka fyr­ir tveim­ur vik­um.

Útil­ok­ar ekki fund­ar­höld fram eft­ir nóttu

Spurð hvort umræður um veiðigjöld fái að halda áfram út í hið óend­an­lega seg­ir hún:

„Það er ótíma­bært að ég tjái mig um það, ég er í sam­töl­um. Ég er að tala við þing­flokks­for­menn, þeir voru á fundi með mér í há­deg­inu og sam­töl­in halda áfram. Það er þannig sem við leys­um þetta hér.”

Hún seg­ir óljóst hvenær þing­fundi verði slitið í dag en seg­ir ekki úti­lokað að umræður haldi áfram fram eft­ir nóttu. Þing­fund­ur mun svo hefjast klukk­an 10 á morg­un eins og aðra daga vik­unn­ar.

mbl.is