Hver sáttahöndin upp á móti annarri

Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra sagði í stefnuræðu að hærri greiðslur gengju …
Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra sagði í stefnuræðu að hærri greiðslur gengju til allra foreldra í orlofi, óháð fæðingardegi barns. mbl.is/Eyþór

Alþingi samþykkti í gær lög um fæðing­ar­or­lof en þrátt fyr­ir mikla sam­stöðu um efni máls­ins meðal flokka á þingi var veru­leg­ur ágrein­ing­ur um af­greiðslu þess milli rík­is­stjórn­ar­flokka og stjórn­ar­and­stöðu.

Fór svo að stjórn­ar­meiri­hlut­inn felldi breyt­ing­ar­til­lögu frá tveim­ur þing­mönn­um Sjálf­stæðis­flokks­ins, þó að hún væri í sam­ræmi við stefnu rík­is­stjórn­ar­inn­ar.

Segja má að það segi sína sögu og vel það um sam­starfs­and­ann á þingi að jafn­vel um ágrein­ings­laust mál geti and­stæðar fylk­ing­ar stjórn­ar og stjórn­ar­and­stöðu gert ágrein­ing úr. At­kvæðagreiðslan um málið stóð yfir í klukku­stund.

Al­menn samstaða var um efni frum­varps­ins, en það sner­ist að mestu leyti um að bæta hag fjöl­burafor­eldra og þeirra sem veikj­ast á meðgöngu eða í kjöl­far fæðing­ar.

Stjórn­ar­and­stæðing­um þótti hins veg­ar vanta í frum­varpið að það tæki til allra for­eldra sem ættu rétt rétt á fæðing­ar­or­lofs­greiðslum á ár­inu eft­ir að lög­in taka gildi, óháð því hvenær barnið kom í heim­inn, en eins að þakið á greiðslum til þeirra yrði hækkað til sam­ræm­is við yf­ir­lýs­ingu rík­is og sveit­ar­fé­laga við gerð kjara­samn­inga.

Ein­hug­ur um ágrein­ing

Um hvort tveggja ríkti samstaða þvert á flokka á síðasta þingi og var ekki annað að sjá en að svo væri einnig nú. Kveðið var á um þetta í stjórn­arsátt­mál­an­um frá des­em­ber sl. og Kristrún Frosta­dótt­ir for­sæt­is­ráðherra vék sér­stak­lega að þessu í stefnuræðu sinni 10. fe­brú­ar:

„Fyrstu breyt­ing­ar nýrr­ar rík­is­stjórn­ar á fæðing­ar­or­lofs­kerf­inu munu sömu­leiðis skipta sköp­um fyr­ir marga – með frum­varpi í mars til að bæta hag fjöl­burafor­eldra, lengja fæðing­ar­or­lof for­eldra sem veikj­ast á meðgöngu eða eft­ir fæðingu og tryggja að hærri greiðslur gangi til allra for­eldra sem eru í or­lofi, óháð fæðing­ar­degi barns.“

Inga Sæ­land fé­lags­málaráðherra virðist hins veg­ar ekki hafa lagt sömu áherslu á það, a.m.k. var ekki á um þetta kveðið í frum­varp­inu eins og hún lagði það fram um síðari hluta mars.

Þegar við 1. umræðu máls­ins lögðu Diljá Mist Ein­ars­dótt­ir og Bryn­dís Har­alds­dótt­ir í Sjálf­stæðis­flokki því fram breyt­ing­ar­til­lögu þar að lút­andi, en á henni reynd­ist vera form­galli, svo að hún var lögð lag­færð fram á ný.

Stjórn­ar­meiri­hlut­inn var hins veg­ar ekki á sama máli, hugs­an­lega vegna þess að hann vildi ekki eft­ir­láta minni­hlut­an­um að laga málið. Það gáfu sum­ir stjórn­ar­and­stæðing­ar til kynna í umræðum um at­kvæðagreiðsluna en hins veg­ar sagði Guðmund­ur Ari Sig­ur­jóns­son þing­flokks­formaður Sam­fylk­ing­ar það stjórn­ar­liðum að meina­lausu. Reynt hefði verið að ná sam­an um lausn máls­ins en stjórn­ar­andstaðan slegið á þá sátta­hönd.

Morg­un­blaðið hafði raun­ar heim­ild­ir fyr­ir því um helg­ina að slíkt sam­komu­lag hefði tek­ist, en svo virðist það hafa trosnað upp.

Þingloka­kergj­an magn­ast

Hugs­an­lega teng­ist það samn­ing­um um þinglok um liðna helgi, því Guðmund­ur Ari sagði einnig í umræðunni í gær að vel mætti leysa málið og hafa það „sem hluta af þingloka­sam­tali“.

Bergþór Ólason þing­flokks­formaður Miðflokks henti það á lofti og beindi því til for­seta að hann gerði stutt hlé á fundi til þess að menn gætu samið um það í hvelli, lítið bæri ljós­lega á milli.

Það hlé kom hins veg­ar ekki og áður en yfir lauk var breyt­ing­ar­til­lag­an felld og frum­varp fé­lags­málaráðherra af­greitt óbreytt en án gef­inna fyr­ir­heita úr stjórn­arsátt­mála og stefnuræðu.

Og áfram hélt umræðan á Alþingi, sleitu­laust inn í nótt­ina, sem um leið þýðir að eng­ir frek­ari fund­ir þing­flokks­formanna um þinglok hafa átt sér stað. Erfitt er að trúa því að urg­ur vegna fæðing­ar­or­lofs­ins valdi því, því á sunnu­dag virt­ust bæði stjórn­ar­lið og stjórn­ar­andstaða vongóð um að um semd­ist. En síðan gerðist eitt­hvað.

Fæðing­ar­or­lofs­mál

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:

Bloggað um frétt­ina