Mun hafa alvarlegar afleiðingar

Sigurður Ingi og Guðrún Hafsteinsdóttir.
Sigurður Ingi og Guðrún Hafsteinsdóttir. Samsett mynd

Frum­varp Hönnu Katrín­ar Friðriks­son at­vinnu­vegaráðherra um hækk­un veiðigjalda er illa und­ir­búið og af­leiðing­ar þess ófyr­ir­séðar að sögn Sig­urðar Inga Jó­hanns­son­ar for­manns Fram­sókn­ar­flokks­ins.

„Afstaða okk­ar styrk­ist enn frek­ar og skýrist þegar í ljós koma nýj­ar upp­lýs­ing­ar sem gera það að verk­um að aug­ljóst er að það hafi ekki verið róið fyr­ir all­ar vík­ur í frum­varpi ráðherra og meðför­um meiri­hlut­ans á þing­inu,“ seg­ir Sig­urður í sam­tali við Morg­un­blaðið.

Sig­urður seg­ir að fram­sókn­ar­menn telji það vel koma til greina að hækka þessa gjald­töku með skyn­sam­leg­um hætti. „Til dæm­is væri gáfu­leg­ra að vera með þrepa­skipt­an tekju­skatt og taka þar af leiðandi hærri hlut af þeim fyr­ir­tækj­um sem vel ganga,“ seg­ir hann.

Sig­urður bæt­ir við að ein af af­leiðing­um frum­varps­ins sé að vinnsl­an flytj­ist úr landi með ein­hverj­um hætti. „Auðvitað ekki einn tveir og þrír en á ein­hverju tíma­bili gæti það gerst,“ seg­ir hann.

Guðrún Haf­steins­dótt­ir formaður Sjálf­stæðis­flokks­ins tek­ur und­ir gagn­rýni Sig­urðar Inga.

„Eðli máls­ins sam­kvæmt hef ég verið var­fær­in í um­mæl­um mín­um um veiðigjöld síðustu daga, enda hafa staðið yfir viðræður um þinglok og mik­il­vægt að vanda til verka í slík­um samn­ing­um. Hins veg­ar ligg­ur mín afstaða og afstaða Sjálf­stæðis­flokks­ins skýr fyr­ir, bæði í greina­skrif­um mín­um síðustu vik­ur, í ræðum mín­um á Alþingi og í störf­um flokks­ins í meðferð máls­ins.

Sjálf­stæðis­flokk­ur­inn get­ur ekki og mun ekki samþykkja skatta­hækk­an­ir af þessu tagi. Það er hluti af gild­um okk­ar að standa vörð um at­vinnu­lífið, hvar sem það er á land­inu og óháð at­vinnu­grein, hvort sem um er að ræða sjáv­ar­út­veg, ferðaþjón­ustu, iðnað eða aðrar stoðir verðmæta­sköp­un­ar.

Þetta frum­varp er illa ígrundað, illa und­ir­búið og mun hafa al­var­leg­ar af­leiðing­ar fyr­ir byggðir lands­ins og framtíð ís­lensks at­vinnu­lífs.“ 

Nán­ar má lesa um málið á bls. 6 í Morg­un­blaðinu og í Mogga-app­inu í dag.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:

Bloggað um frétt­ina