Nýja verðið ekki í kostnaði

Hanna Katrín Friðriksson.
Hanna Katrín Friðriksson. mbl.is/Eggert

Hanna Katrín Friðriks­son at­vinnu­vegaráðherra sagði það dellu, sem fram kom í um­fjöll­un Morg­un­blaðsins í fyrra­dag, að hagnaður af fimm fisk­teg­und­um – síld, kol­munna, þorsk, ýsu og mak­ríl – yrði of­met­inn sam­kvæmt nýj­ustu út­gáfu frum­varps­ins, sem aft­ur leiddi til þess að veiðigjöld yrðu í reynd mun hærri en 33% af raun­veru­leg­um hagnaði.

Ráðherra lét orðin falla í svari við óund­ir­bú­inni fyr­ir­spurn Bergþórs Ólason­ar þing­flokks­for­manns Miðflokks­ins í þing­inu í gær.

Morg­un­blaðið stend­ur við um­fjöll­un­ina, en rétt er að taka fram að blaðið leitaði og fékk staðfest­ingu á efni frétt­ar­inn­ar.

Í svari sínu hélt ráðherr­ann því fram að Morg­un­blaðið hefði sagt hagnað kerf­is­bundið of­met­inn vegna þess að miðað væri við markaðsverð í stað „bók­haldsverðs“.

„Kostnaður út­gerðar hækk­ar ekki þó að miðað sé við eðli­legt markaðsverð. Kostnaður­inn er fast­ur og hann er þekkt­ur,“ sagði ráðherr­ann.

„Það er líka rangt að hagnaður­inn verði kerf­is­bundið of­met­inn. Sá hagnaður sem hef­ur legið til grund­vall­ar út­reikn­ing­um veiðigjalda hef­ur til þessa verið kerf­is­bundið van­met­inn, það er það sem er verið að leiðrétta. Við erum að færa okk­ur frá út­reikn­ing­um sem byggja á van­mati afla­verðmæt­is yfir í markaðsverðið sem end­ur­spegl­ar raun­veru­legt verð.“

Um­fjöll­un Morg­un­blaðsins sner­ist ekki um bók­halds­legt verð. Þvert á móti var bent á það í um­fjöll­un blaðsins að um­rætt markaðsverð, sem ráðherr­ann er sann­færður um að end­ur­spegli raun­veru­leg verðmæti, sé ekki leng­ur notað við út­reikn­ing á kostnaði fisk­teg­und­ar, eins og upp­haf­lega stóð til, held­ur er gamla „óleiðrétta“ verðið, sem er um­tals­vert lægra, notað til grund­vall­ar þess út­reikn­ings.

Það er því ein­mitt vegna þess að ráðherr­ann hyggst ekki nota hið um­deilda markaðsverð við út­reikn­ing á kostnaðar­hlut­deild fisk­teg­unda sem kostnaður­inn er van­met­inn og hagnaður fyr­ir vikið of­met­inn.

Í frum­varps­drög­um ráðherra var gert ráð fyr­ir að kostnaðar­hlut­deild teg­unda yrði reiknuð á sama markaðsverði og afla­verðmæti tók mið af. En þar sem það leiddi til keðju­verk­andi áhrifa til hækk­un­ar á veiðigjaldi annarra teg­unda en þeirra sem til stóð að hækka veiðigjald á var aðferðafræði við út­reikn­ing breytt þegar frum­varpið var lagt fyr­ir þing. Kostnaður­inn var þannig tek­inn úr sam­bandi við markaðsverð.

Að því gefnu að full­yrðing­ar ráðherr­ans, um að hið nýja verð end­ur­spegli raun­veru­leg verðmæti, stand­ist, þá get­ur kostnaður teg­unda – skipt eft­ir lægra „óleiðrétta“ verðinu – ekki verið annað en van­met­inn, eins og ráðherr­ann seg­ir sjálf­ur, og hagnaður um leið of­met­inn.

Lög­bundnu hlut­falli veiðigjalda hef­ur þannig verið kippt úr sam­bandi við raun­veru­leg­an hagnað af fisk­teg­und­un­um fimm, og hlut­fall veiðigjalda af raun­veru­legri af­komu þeirra, eins og hún er þar sem bæði tekj­ur og kostnaður er reiknaður út frá markaðsverði ráðherr­ans, verður hærra en 33%.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur: