Rannsókn á Samherjamálinu er lokið og málið komið á ákærustig. Málið er umfangsmikið og hefur mikil vinna farið í það á rannsóknarstigi.
„Það eru ákveðin kaflaskil sem verða við það að málið fari úr rannsóknarfasanum yfir á svið ákæranda, að taka ákvörðun um hvort það verði höfðað mál eða ekki,“ segir Ólafur Þór Hauksson héraðssaksóknari í samtali við mbl.is.
Hvenær verður sú ákvörðun tekin?
„Við eigum erfitt með að tímasetja það en sú vinna hefst í framhaldinu“.