Grindavíkurhöfn nær sér á strik

Ásdís Björk Sigurðardóttir vigtar saltfiskinn. Glaðbeitt heldur hún hér á …
Ásdís Björk Sigurðardóttir vigtar saltfiskinn. Glaðbeitt heldur hún hér á vænu flaki af flattri löngu. Morgunblaðið/Sigurður Bogi

 Ríf­andi gang­ur er í salt­fisk­vinnslu Vís­is í Grinda­vík þessi dægrin. Eins og alþjóð veit hef­ur margt gengið á í bæj­ar­fé­lag­inu síðustu ár og Vís­ir ekki farið var­hluta af því. Jóna Rúna Erl­ings­dótt­ir, verk- og gæðastjóri salt­fisk­vinnsl­unn­ar, seg­ir þó í sam­tali við 200 míl­ur að vel gangi að manna vinnsl­una. „Það er bara al­veg frá­bært að fólk vilji koma hingað og vinna hérna,“ seg­ir hún og bæt­ir við að starfs­fólkið sé öfl­ugt, vinni vel sam­an og sé að mestu hætt að kippa sér upp við rým­ing­ar sem þó verða færri og færri. Senn fer anna­söm­um tíma að ljúka í bili og starfs­fólk tín­ist eitt af öðru í sum­ar­frí en vinnsl­an tek­ur aft­ur til starfa 13. ág­úst. 

Jóna Rúna Erlingsdóttir, verk- og gæðastjóri saltfiskvinnslu Vísis í Grindavík, …
Jóna Rúna Erl­ings­dótt­ir, verk- og gæðastjóri salt­fisk­vinnslu Vís­is í Grinda­vík, seg­ir ánægju­legt hversu vel geng­ur að manna vinnsl­una. Morg­un­blaðið/​Sig­urður Bogi

Aukn­ing í lönduðum afla

Við salt­fisk­verk­un­ina hjá Vísi vinna rúm­lega 60 manns. Dágott magn af fiski rat­ar frá þeim út í heim en mest­ur út­flutn­ing­ur Vís­is á salt­fiski fer til þriggja landa. Smærri línu­fisk­ur fer að miklu leyti til Grikk­lands en stór línu­fisk­ur til Ítal­íu og Spán­ar. Hrá­efnið er mest­megn­is þorsk­ur en líka keila, ufsi og langa. Þá er fram­leidd­ur svo­kallaður port­fisk­ur sem fer til Portú­gals.

Ljóst er að Grinda­vík­ur­höfn er að ná sér á strik eft­ir langt tíma­bil sem hef­ur mark­ast af jarðhrær­ing­um, rým­ing­um og lok­un­um. Í gær var sagt frá því á vef Grinda­vík­ur­bæj­ar að mik­il aukn­ing væri í lönduðum afla, eða þre­falt meiri á fyrsta árs­fjórðungi en á sama tíma í fyrra. Þá ligg­ur fyr­ir að sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­tækið Ganti, eitt þriggja fé­laga sem urðu til við upp­skipt­ingu Þor­bjarn­ar á síðasta ári, stefn­ir bráðlega að upp­bygg­ingu salt­fisk­vinnslu í Grinda­vík.

Löndun hjá Grindavíkurhöfn var þrefalt meiri fyrstu þrjá mánuði þessa …
Lönd­un hjá Grinda­vík­ur­höfn var þre­falt meiri fyrstu þrjá mánuði þessa árs en á sama tíma í fyrra. Morg­un­blaðið/​Sig­urður Bogi

Öll ró­leg þegar bjall­an glym­ur

Þegar Grinda­vík var rýmd var nauðsyn­legt að færa starf­semi Vís­is en salt­fisk­vinnsla fyr­ir­tæk­is­ins hef­ur verið í sama húsi síðan það var stofnað árið 1965. Vinnsl­an var starf­rækt í Helgu­vík í dágóðan tíma en langþráð enduropn­un var síðan 2. apríl 2024 og öll vinnsl­an kom­in á sinn stað í júní sama ár. Stöku sinn­um hef­ur komið til rým­inga á þessu ári sem er liðið en þær hafa alltaf verið skamm­vinn­ar. Aðspurð hvernig starfs­fólk tak­ist á við það þegar bjöll­urn­ar glymja í bæn­um seg­ir Jóna að flest­ir taki því með stök­ustu ró.

Tomasz Kalinowski mannar flökunarvélina af myndugleik.
Tom­asz Kalin­owski mann­ar flök­un­ar­vél­ina af mynd­ug­leik. Morg­un­blaðið/​Sig­urður Bogi

„Við höf­um haft tíma til að ganga frá,“ seg­ir Jóna. „Þeir gefa okk­ur um fjöru­tíu og fimm mín­út­ur til að taka fisk­inn af bönd­un­um, skola og ganga frá. Við höf­um al­veg lent í því. Ef fólk treyst­ir sér ekki þá er því nátt­úr­lega vel­komið að fara á und­an en flest­ir eru bara þokka­lega ró­leg­ir.“ Næg­ur tími sé því til að tryggja vinnsl­una áður en hún sé yf­ir­gef­in og eng­inn æs­ing­ur á ferð, enda all­ir orðnir þaul­van­ir. „Það eru jú viðbragðsæfing­ar. Bjöll­urn­ar fara reglu­lega í gang hérna í bæn­um. Svo held­ur fyr­ir­tækið sjálft auðvitað sín­ar æf­ing­ar líka.“

Jóna seg­ir þó að gott sé að finna að ákveðnu jafn­vægi hafi verið náð. „Maður trú­ir því varla að það séu að verða tvö ár núna síðan öllu var lokað,“ seg­ir hún. Þegar Jóna er spurð hvort hún vilji bæta ein­hverju við að lok­um stend­ur ekki á henni: „Ja, bara að lífið er salt­fisk­ur,“ seg­ir hún og hlær.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur: