Samfylkingin sterkust í öllum kjördæmum landsins

Ríkisstjórnin er sterkust í Reykjavík Norður- og Suðvesturkjördæmi með samtals …
Ríkisstjórnin er sterkust í Reykjavík Norður- og Suðvesturkjördæmi með samtals 54,2%. mbl.is/Eyþór Árnason

Sam­fylk­ing­in mæl­ist stærsti flokk­ur­inn í öll­um kjör­dæm­um sam­kvæmt nýj­um þjóðar­púls Gallup. Sterk­asta kjör­dæmi Sjálf­stæðis­flokks­ins er Norðvest­ur­kjör­dæmi og fylgi Flokks fólks­ins hryn­ur í Suður­kjör­dæmi frá sein­ustu kosn­ing­um.

Pírat­ar mæl­ast stærri en rík­is­stjórn­ar­flokk­ur

Í Reykja­vík­ur­kjör­dæmi suður trón­ir Sam­fylk­ing­in á toppn­um með 32,9%. Næst­stærst­ur er Sjálf­stæðis­flokk­ur­inn með 20,1%. Viðreisn mæl­ist með 14,4% og þar á eft­ir mæl­ist Miðflokk­ur­inn með 7,9% fylgi.

At­hygli vek­ur að Pírat­ar, sem mæl­ast þar með 6,6% fylgi mæl­ast stærri en rík­is­stjórn­ar­flokk­ur­inn Flokk­ur fólks­ins sem mæl­ist með aðeins 4,5%. Fram­sókn mæl­ist minnst­ur flokka á þingi með 3,4%. Vinstri græn mæl­ast með 4,3%.

Rík­is­stjórn­in sterk­ust í Reykja­vík norður og Suðvest­ur

Rík­is­stjórn­in mæl­ist sterk­ust í Reykja­vík­ur­kjör­dæmi norður, eða með sam­tals 54,2%. Þar af er Sam­fylk­ing­in með 35%, Viðreisn með 12,8% og Flokk­ur fólks­ins með 6,4%. Sjálf­stæðis­flokk­ur­inn mæl­ist með 17,5% fylgi, Miðflokk­ur­inn með 8% og Fram­sókn með 2,9%. Pírat­ar mæl­ast með 5,8% og Vinstri græn með 5,4%.

Í Suðvest­ur­kjör­dæmi mæl­ist rík­is­stjórn­in einnig með st­am­tals 54,2%.

Sam­fylk­ing­in með 30,6%, Sjálf­stæðis­flokk­ur­inn með 21,9%, Viðreisn með 18,8%, Miðflokk­ur­inn með 11,2%, Flokk­ur fólks­ins með 4,8% og Fram­sókn með 2,4%.

Sjálf­stæðis­flokk­ur og Fram­sókn sterk­ast­ir í norðvestri

Norðvest­ur­kjör­dæmi reyn­ist Sjálf­stæðis- og Fram­sókn­ar­mönn­um sterk­ast og mæl­ist Sjálf­stæðis­flokk­ur­inn með 23,9% fylgi og Fram­sókn 13,8%. Sam­fylk­ing­in mæl­ist ein­mitt þar með sitt slak­asta fylgi eða 26,9%. Viðreisn mæl­ist með 10,8%, Miðflokk­ur­inn með 10,6% og Flokk­ur fólks­ins með 8,4%.

Norðaust­ur sterk­asta kjör­dæmi Sam­fylk­ing­ar og Miðflokks

Sterk­asta kjör­dæmi Sam­fylk­ing­ar­inn­ar virðist vera Norðaust­ur­kjör­dæmi og mæl­ist hún þar með 36,3% fylgi. Miðflokk­ur­inn mæl­ist einnig þar með sitt mesta fylgi eða 15,4%. Sjálf­stæðis­flokk­ur­inn mæl­ist þar með sitt lægsta fylgi eða 17,2%. Viðreisn mæl­ist þar með 9%, Flokk­ur fólks­ins og Fram­sókn mæl­ast jafn­ir með 7,4%.

Fylgi Flokks fólks­ins hríðfell­ur í suðri

Í Suður­kjör­dæmi hríðfell­ur fylgi Flokks fólks­ins og mæl­ist þar með 11,1%, en flokk­ur­inn hlaut þar mest fylgi í kosn­ing­un­um í nóv­em­ber eða 20% at­kvæða. Sam­fylk­ing­in mæl­ist þar með 28,5%, Viðreisn með 8,9%, Sjálf­stæðis­flokk­ur­inn með 22,9%, Miðflokk­ur­inn með 13,1% og Fram­sókn með 11,6%.

mbl.is