Aflaverðmæti strandveiðibáta er nú komið yfir 4,2 milljarða króna, að mati Arnars Pálssonar, framkvæmdastjóra Landssambands smábátaeigenda.
Heildarafli þorsks stendur í 8.445 tonnum og meðalverð er 500 krónur á kílóið. Því er búið að landa tæplega 85% af úthlutuðum þorskkvóta. Auk þess hafa veiðst um 33 tonn af gullkarfa og 251 tonn af ufsa, metið á samtals um 54 milljónir króna.
Standi vertíðin til loka ágúst má búast við heildarafla upp á 15-17 þúsund tonn af þorski. Því gæti aflaverðmætið í lok vertíðar numið 7,5-8,5 milljörðum króna.
Nánar má lesa um málið á bls. 4 í Morgunblaðinu og í Mogga-appinu í dag