Strandveiðar á góðri siglingu

Veiðar standveiðiflotans ganga með ágætum þessa dagana og er heildaraflinn …
Veiðar standveiðiflotans ganga með ágætum þessa dagana og er heildaraflinn í þorski orðinn tæp 8.500 tonn. Meðalveiði þorsks á dag það sem af er vertíðinni er um 260 tonn. mbl.is/Alfons

Afla­verðmæti strand­veiðibáta er nú komið yfir 4,2 millj­arða króna, að mati Arn­ars Páls­son­ar, fram­kvæmda­stjóra Lands­sam­bands smá­báta­eig­enda.

Heild­arafli þorsks stend­ur í 8.445 tonn­um og meðal­verð er 500 krón­ur á kílóið. Því er búið að landa tæp­lega 85% af út­hlutuðum þorskkvóta. Auk þess hafa veiðst um 33 tonn af gull­karfa og 251 tonn af ufsa, metið á sam­tals um 54 millj­ón­ir króna.

Standi vertíðin til loka ág­úst má bú­ast við heild­arafla upp á 15-17 þúsund tonn af þorski. Því gæti afla­verðmætið í lok vertíðar numið 7,5-8,5 millj­örðum króna. 

Nán­ar má lesa um málið á bls. 4 í Morg­un­blaðinu og í Mogga-app­inu í dag

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur: