Birna Bragadóttir, forstöðumaður frumkvöðlaseturs og vísindamiðlunar, kemur til með að taka við sæti Áslaugar Örnu Sigurbjörnsdóttur, þingmanns Sjálfstæðisflokksins, nú á morgun.
Vísir greinir frá.
Áslaug Arna er flutt til New York-borgar þar sem hún stundar nám næsta árið við Columbia-háskóla en hún tekur sér tímabundið leyfi frá þingstörfum á meðan á námi stendur.
Birna er þriðji varaþingmaður Sjálfstæðisflokkins í Reykjavíkurkjördæmi norður en Sigurður Örn Hilmarsson lögmaður og Tómas Þór Þórðarson, starfsmaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins, sem eru fyrsti og annar varaþingmaður flokkins í kjördæminu eru báðir staddir erlendis.
Sigurður Örn kemur þó til með að taka við þingsætinu í haust og mun gegna þingmennskunni þangað til Áslaug Arna snýr heim úr námi.
Birna verður því tíundi varaþingmaðurinn sem situr á þingi þessa stundina og sá eini á vegum stjórnarandstöðunnar.