Varaþingmaður tekur við þingsæti Áslaugar

Birna er þriðji varamaður en tekur við þingsætinu sökum þess …
Birna er þriðji varamaður en tekur við þingsætinu sökum þess að aðrir varamenn eru staddir erlendis. Samsett mynd/aðsend/mbl.is/Karítas

Birna Braga­dótt­ir, for­stöðumaður frum­kvöðlaset­urs og vís­inda­miðlun­ar, kem­ur til með að taka við sæti Áslaug­ar Örnu Sig­ur­björns­dótt­ur, þing­manns Sjálf­stæðis­flokks­ins, nú á morg­un. 

Vís­ir grein­ir frá.

Áslaug Arna er flutt til New York-borg­ar þar sem hún stund­ar nám næsta árið við Col­umb­ia-há­skóla en hún tek­ur sér tíma­bundið leyfi frá þing­störf­um á meðan á námi stend­ur. 

Birna er þriðji varaþingmaður Sjálf­stæðis­flokk­ins í Reykja­vík­ur­kjör­dæmi norður en Sig­urður Örn Hilm­ars­son lögmaður og Tóm­as Þór Þórðar­son, starfsmaður þing­flokks Sjálf­stæðis­flokks­ins, sem eru fyrsti og ann­ar varaþingmaður flokk­ins í kjör­dæm­inu eru báðir stadd­ir er­lend­is. 

Sig­urður Örn kem­ur þó til með að taka við þing­sæt­inu í haust og mun gegna þing­mennsk­unni þangað til Áslaug Arna snýr heim úr námi.

Birna verður því tí­undi varaþingmaður­inn sem sit­ur á þingi þessa stund­ina og sá eini á veg­um stjórn­ar­and­stöðunn­ar.

mbl.is