Vilja fyrirsjáanleika og fólk í bæinn

Karitas Una Daníelsdóttir, til vinstri, og Erla Hjördís Ólafsdóttir.
Karitas Una Daníelsdóttir, til vinstri, og Erla Hjördís Ólafsdóttir. mbl.is/Sigurður Bogi

„Um­fram allt þarf fleira fólk í bæ­inn til bú­setu. Ef slíkt ger­ist styrk­ist at­vinnu­lífið enn frek­ar; hægt er að opna versl­an­ir og litlu þjón­ustu­fyr­ir­tæk­in og svo koll af kolli,“ seg­ir Ka­ritas Una Daní­els­dótt­ir, íbúi í Grinda­vík. Hún er ein þeirra um 70 fyrr­ver­andi hús­eig­enda í bæn­um sem samið hafa við Þór­kötlu fast­eigna­fé­lag um dvöl í gamla hús­inu sínu, skv. ákveðnum skil­yrðum. Þetta er við göt­una Suður­hóp og þar býr einnig Erla Hjör­dís Ólafs­dótt­ir.

„Nauðsyn­legt er að setja upp skýr plön um end­ur­komu íbúa, bæði til lengri og skemmri tíma. Stjórn­völd verða að koma með svör um hvernig framtíðin verður í bæn­um okk­ar,“ seg­ir Erla. Grind­vík­ing­ar sem Morg­un­blaðið ræddi við gagn­rýna að stjórn­völd láti reka á reiðanum í mál­efn­um bæj­ar­ins. Í tíð fyrri rík­is­stjórn­ar hafi eft­ir megni verið reynt að bregðast fljótt við þeim mál­um viðvíkj­andi Grinda­vík sem upp komu. Nú kalli fólk í bæn­um eft­ir fyr­ir­sjá­an­leika. 

Nán­ar má lesa um málið á bls. 16 í Morg­un­blaðinu og í Mogga-app­inu í dag

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur: