Milljarðarnir streyma til Eyja

Laxey byggir upp landeldi á laxi í Vestmannaeyjum
Laxey byggir upp landeldi á laxi í Vestmannaeyjum Ljósmynd/Laxey

Lax­ey, fyr­ir­tæki sem bygg­ir upp land­eldi á laxi í Vest­manna­eyj­um, hef­ur lokið við seinni hluta hluta­fjárút­boðs síns og tryggt sér um 4 millj­arða króna í viðbót­ar­hluta­fé, eins og fram kem­ur í frétta­til­kynn­ingu frá fé­lag­inu. Þetta er önn­ur fjár­mögn­un fé­lags­ins á ár­inu og hef­ur Lax­ey þannig alls aukið hluta­fé sitt um 9 millj­arða króna, þar sem um helm­ing­ur kem­ur frá nýj­um fjár­fest­um.

Stærstu líf­eyr­is­sjóðir lands­ins meðal fjár­festa

Vegna mik­ill­ar eft­ir­spurn­ar var útboðið stækkað um­fram upp­haf­leg­ar áætlan­ir. Þrír stærstu líf­eyr­is­sjóðir lands­ins – Líf­eyr­is­sjóður starfs­manna rík­is­ins, Líf­eyr­is­sjóður verzl­un­ar­manna og Gildi – tóku þátt í aukn­ing­unni. Eft­ir viðskipt­in held­ur fjöl­skylda Sig­ur­jóns Óskars­son­ar áfram for­ystu með um 38% hlut, er­lend­ir strategísk­ir fjár­fest­ar fara með um 21% og ís­lensk­ir líf­eyr­is­sjóðir um 20%.

Féð mun m.a. nýt­ast til bygg­ing­ar nýs stór­seiðahúss við Viðlaga­fjöru, þar sem átta 1.100 rúm­metra ker verða í yf­ir­byggðu rými, sem á að tryggja há­marks­nýt­ingu, líför­yggi og rekstr­arör­yggi. Þá er upp­setn­ingu á slát­ur­húsi einnig lokið í haust, sem mun styrkja virðiskeðju Lax­ey með því að hafa alla vinnslu frá eggi til slátr­un­ar á eig­in veg­um.

Fyrsti hóp­ur seiða sem kom úr frjóvguðum hrogn­um í nóv­em­ber 2023 hef­ur nú náð meðalþyngd upp á 2 kg og stefnt er að slátrun í nóv­em­ber 2025, þegar fisk­ur­inn hef­ur náð 4-5 kg slát­ur­stærð.

Ljós­mynd/​Lax­ey

Fram­kvæmd­ir við ann­an áfanga hafn­ar

Fram­kvæmd­ir við ann­an áfanga eld­is­stöðvar­inn­ar eru þegar hafn­ar og standa yfir sam­kvæmt áætl­un. Fyrsta kerið hef­ur risið og mun áfang­inn styðja við aukna fram­leiðslu­getu fé­lags­ins.

„Við lít­um á þessa ár­ang­urs­ríku fjár­mögn­un sem staðfest­ingu á þeirri trú sem fjár­fest­ar bera til fé­lags­ins og framtíðar­sýn­ar okk­ar. Hún ger­ir okk­ur kleift að hraða upp­bygg­ingu, styrkja tekju­stoðir og efla sam­starf við aðra í grein­inni á grunni sem bygg­ir á stöðugum og ábyrg­um for­send­um sem skaða hvorki sam­fé­lag né um­hverfi og eru raun­hæf­ar til framtíðar. Það að fá enn fleiri öfl­uga fjár­festa að fé­lag­inu efl­ir það, mun hjálpa til við upp­bygg­ingu næstu áfanga og styðja við veg­ferð fyr­ir­tæk­is­ins. “ seg­ir Lár­us Ásgeirs­son, stjórn­ar­formaður Lax­ey.

Ari­on banki annaðist um­sjón með útboðinu og Mar Advisors var fjár­málaráðgjafi fé­lags­ins.

mbl.is