Gagnrýnir Kristrúnu: „Ég á þetta, ég má þetta“

Bergþór gagnrýnir forsætisráðherra harðlega.
Bergþór gagnrýnir forsætisráðherra harðlega. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Auk­in samþjöpp­un í sjáv­ar­út­vegi blas­ir við verði veiðigjalda­frum­varp rík­is­stjórn­ar­inn­ar að lög­um, að mati þing­manns, og áhrif­in kunna að verða óaft­ur­kræf. Hann gagn­rýn­ir jafn­framt for­sæt­is­ráðherra fyr­ir að sýna skort á stjórnkænsku og hæfni til að leiða ágrein­ing í jörð.

Þetta seg­ir Bergþór Ólason, þing­flokks­formaður Miðflokks­ins, í sam­tali við mbl.is.

Sam­tök sjáv­ar­út­vegs­sveit­ar­fé­laga, sem 26 sveit­ar­fé­lög til­heyra, gáfu frá sér yf­ir­lýs­ingu í gær þar sem varað er við því að mik­il og brött hækk­un veiðigjalda myndi valda samþjöpp­un í sjáv­ar­út­vegi.

Samþjöpp­un blas­ir við

Tek­ur þú und­ir þú und­ir þessi sjón­ar­mið?

„Já, það blas­ir við og við höf­um verið að benda á þetta al­veg frá byrj­un. Þetta er nú eitt af þeim atriðum sem ég nefni þegar stjórn­ar­liðar yppta öxl­um og segja: „Af hverju viljið þið ekki bara leyfa okk­ur að bera ábyrgð á þessu?” Þá er staðreynd­in sú að hluti þeirra áhrifa sem fram koma er óaft­ur­kræf. Meðal ann­ars er það samþjöpp­un­in sem mun verða annaðhvort strax eða mjög fljótt,“ seg­ir Bergþór.

Aðspurður seg­ir hann að óaft­ur­kræf samþjöpp­un í sjáv­ar­út­vegi sé meðal al­var­leg­ustu af­leiðing­anna af frum­varp­inu.

„Það er mjög stórt áhyggju­efni og auðvitað eðli­lega það sem sjáv­ar­út­vegs­sveit­ar­fé­lög­in hafa mikl­ar áhyggj­ur af.“

Gagn­rýn­ir Kristrúnu harðlega 

Kristrún Frosta­dótt­ir for­sæt­is­ráðherra sagði við fjöl­miðla í gær að frum­varpið myndi fara í gegn á þessu vorþingi.

Spurður hvort eng­inn sveigj­an­leiki sé hjá rík­is­stjórn­inni til að skoða frum­varpið bet­ur eða ráðast í ein­hverj­ar mála­miðlan­ir seg­ir Bergþór erfitt að tjá sig um það í ljósi þess að hann er einn af þeim þing­flokks­for­mönn­um sem standa að viðræðum um þingloka­samn­inga.

Þó seg­ir hann að Kristrúnu skorti hæfi­leika til að leysa ágrein­ing.

„Afstaða og orð for­sæt­is­ráðherra sem komu fram í gær benda til að þar sé ekki mik­illi stjórnkænsku fyr­ir að fara og klók­ind­um hvað það varðar að leiða mál í jörðu. Held­ur virðast skila­boðin vera: „Ég á þetta, ég má þetta og ég ætla að gera þetta eins og ég vil, sama hvað öðrum finnst“,“ seg­ir Bergþór.

Bergþór Ólason, þingmaður Miðflokksins.
Bergþór Ólason, þingmaður Miðflokks­ins. mbl.is/​Arnþór

Frum­varpið lagt fram seint

Hann minn­ir á að málið hafi aðeins verið lagt fram 5. maí sem sé löngu eft­ir síðasta fram­lagn­ing­ar­dag á Alþingi. Það séu í raun ófor­svar­an­leg vinnu­brögð þegar um sé að ræða frum­varp sem get­ur haft svona yf­ir­grips­mikl­ar af­leiðing­ar.

Hann seg­ir að kannski væri í lagi að leggja fram frum­varp svona seint ef um væri að ræða lítið frum­varp „en risa­vax­in kerf­is­breyt­ing eins og þetta, gagn­vart helsta und­ir­stöðuat­vinnu­vegi þjóðar­inn­ar, það er al­deil­is frá­leitt og ber vott um slaka verk­stjórn þeirra val­kyrj­anna.“

„Það er al­veg frá­leitt “

Í yf­ir­lýs­ingu sam­tak­anna var hvatt til þess að áhrif frum­varps­ins yrðu met­in ít­ar­lega, þar með talið áhrif á út­svar­s­tekj­ur, hafn­ir, stoðgrein­ar og ný­sköp­un.

Bergþór seg­ir al­veg frá­leitt að frum­varpið sé lagt fram án þess að greina hvernig það hef­ur áhrif á þessa þætti.

„Það er al­veg frá­leitt og forkast­an­legt í raun að því sé bein­lín­is haldið fram [af stjórn­ar­liðum] að málið hafi ekki áhrif á sveit­ar­fé­lög. Það dreg­ur fram þetta al­gera skiln­ings­leysi margra stjórn­ar­liða á efn­is­atriðum máls­ins.“

mbl.is

Bloggað um frétt­ina