Hanna fái aðgang að „jafnaðargeðsnámskeiði“

Hanna Katrín Friðriksson atvinnuvegaráðherra.
Hanna Katrín Friðriksson atvinnuvegaráðherra. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Hanna Katrín Friðriks­son at­vinnu­vegaráðherra sakaði stjórn­ar­and­stöðuna um að hefja málþóf um strand­veiðifrum­varp eft­ir að fjór­ir þing­menn höfðu flutt ræðu, auk andsvara, um strand­veiðifrum­varp henn­ar í 2. umræðu.

Þing­menn stjórn­ar­and­stöðunn­ar undr­ast þessi um­mæli og segja eitt­hvað „skrýtið vera í gangi“. 

„Nú er staðan sú að ef frum­varpið losn­ar ekki úr málþófi minni­hluta Sjálf­stæðis­flokks, Miðflokks og Fram­sókn­ar­flokks þá stöðvast strand­veiðar um miðja næstu viku,“ skrifaði Hanna rúm­lega tveim­ur klukku­tím­um eft­ir að umræður um strand­veiðar hóf­ust.

Und­ir liðnum fund­ar­stjórn for­seta á Alþingi fyr­ir skömmu sagði Bergþór Ólason, þing­flokks­formaður Miðflokks­ins, málið vera hið und­ar­leg­asta.

Vill að for­seti þings­ins út­vegi ráðherra nám­skeiði

Einu þing­menn­irn­ir sem höfðu flutt ræðu voru nefnd­ar­menn í at­vinnu­vega­nefnd, að sögn Bergþórs. Af þess­um fjór­um ræðum voru tvær fram­sög­ur fyr­ir nefndaráliti.

„Hæst­virt­ur ráðherra fór mik­inn á Face­book-síðu sinni hér fyrr í dag þar sem ráðherr­ann flaggaði því að nú væri byrjað málþóf í því máli er hér er rætt og varðar strand­veiðar. Þá höfðu fjór­ir þing­menn haldið ræður í mál­inu við 2. umræðu,“ sagði Bergþór og bætti við:

„Ég vil biðja virðuleg­an for­seta að hlutast til um að ein­hvers kon­ar jafnaðargeðsnám­skeið verði gert aðgengi­legt fyr­ir hæst­virt­an ráðherra, því að þetta tek­ur ekki nokkru tali gagn­vart máli sem var rætt hér við 1. umræðu 3. júní,“ sagði Bergþór.

„Það er eitt­hvað skrýtið í gangi hérna“

Guðlaug­ur Þór Þórðar­son, þingmaður Sjálf­stæðis­flokks­ins, sagði að eitt­hvað skrýtið væri í gangi á þing­inu.

„Það er eitt­hvað skrýtið í gangi hérna. Hvað er í gangi bak við lukt­ar dyr Stjórn­ar­ráðsins? Hér er eng­inn hæst­virt­ur ráðherra, þeir láta ekki sjá sig, þeir tala ekki við stjórn­ar­and­stöðuna og skila­boðin á sam­fé­lags­miðlum eru hver öðrum skrýtn­ari,“ sagði hann.

Hann sagði ljóst að rík­is­stjórn­in hefði al­gjör­lega mis­skilið hlut­verk þings­ins og ljóst væri að hún vildi stýra land­inu með til­skip­un­um.

Guðlaugur Þór Þórðarson á Alþingi.
Guðlaug­ur Þór Þórðar­son á Alþingi. mbl.is/​Karítas

Málþóf er „aðför að lýðræðinu“

Guðmund­ur Ari Sig­ur­jóns­son, þing­flokks­formaður Sam­fylk­ing­ar­inn­ar, tók til máls og sagði und­ar­legt að fara upp í fund­ar­stjórn for­seta og „fara yfir það hvernig ráðherr­ar skuli haga sín­um sam­fé­lags­miðlafærsl­um.“

Hann sagði það þó gleðja sig að stjórn­ar­and­stöðuþing­menn teldu það al­var­legt að vera sakaðir um málþóf.

„Það sem ég heyri þegar ég heyri þetta er að full­trú­ar minni­hlut­ans geri sér grein fyr­ir því að málþóf er al­var­legt og aðför að lýðræðinu hér í landi,“ sagði Guðmund­ur.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina