Grípur ekki smærri fyrirtæki

Jens Garðar segir fjölmörg sveitarfélög hafa varað við áhrifum frumvarpsins …
Jens Garðar segir fjölmörg sveitarfélög hafa varað við áhrifum frumvarpsins á sveitarfélögin. mbl.is/María

Jens Garðar Helga­son, þingmaður og vara­formaður Sjálf­stæðis­flokks­ins, seg­ir ótal um­sagn­ir hafa borist á sein­ustu dög­um varðandi frum­varpið um hækk­un veiðigjalda og ít­rek­ar að eng­in grein­ing á áhrif­um frum­varps­ins hafi verið unn­in.

Stjórn sam­taka sjáv­ar­út­vegs­sveit­ar­fé­laga gagn­rýndi í gær frum­varpið sem hún tel­ur að þurfi að vinna bet­ur á grund­velli nýrra gagna.

26 sveit­ar­fé­lög senda inn um­sagn­ir

„Það var ekki unn­in nein grein­ing á áhrif­um frum­varps­ins á sveit­ar­fé­lög­in. Tutt­ugu og sex sveit­ar­fé­lög senda aft­ur, bara núna í júlí, inn um­sagn­ir og eru að fara fram á að þessi grein­ing verði unn­in,“ seg­ir Jens Garðar í sam­tali við mbl.is.

„Það er verið að kalla eft­ir því og þetta hef­ur meðal ann­ars verið einn af stóru punkt­un­um og stóru rök­un­um í okk­ar ræðum.“

Hann seg­ir nýj­ar töl­ur frá Deloitte sýna að þessi gjöld verði til þess að 75-90% af rekstr­araf­komu sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­tækj­anna fari í op­in­ber gjöld, þrátt fyr­ir hækk­un á frí­tekju­marki.

„Þrátt fyr­ir hækk­un­ina á frí­tekju­marki og allt það sem stjórn­ar­liðarn­ir hafa verið að tala um, þá bara gríp­ur frum­varpið ekki litlu og meðal­stóru fyr­ir­tæk­in.“

Geti leitt til auk­inn­ar samþjöpp­un­ar

Í yf­ir­lýs­ingu stjórn­ar Sam­taka sjáv­ar­út­vegs­sveit­ar­fé­laga er fjallað um að veru­leg­ar lík­ur séu á að hækk­un veiðigjalds leiði til auk­inn­ar samþjöpp­un­ar inn­an geir­ans. Jens Garðar tek­ur í sama streng.

„Þetta mun verða til þess að það verður ör­ugg­lega erfitt fyr­ir marga sem eru með litl­ar og meðal­stór­ar út­gerðir að reka fyr­ir­tæk­in í nú­ver­andi mynd og menn þurfa að leita til sam­ein­ing­ar. Ég get svo sem ekk­ert sagt ná­kvæm­lega til um það á þess­ari stundu en þess­um varnaðarorðum hef­ur verið haldið uppi við okk­ur.“

mbl.is

Bloggað um frétt­ina