Strandveiðimaður gagnrýnir frumvarp

Haukur Eiðsson, strandveiðisjómaður á Húsavík, sér ýmsa vankanta á strandveiðifrumvarpinu.
Haukur Eiðsson, strandveiðisjómaður á Húsavík, sér ýmsa vankanta á strandveiðifrumvarpinu. Samsett mynd/Aðsend/Morgunblaðið/Karítas

Strand­veiðar hafa gengið afar vel á norðaust­ur­horn­inu en nú fækk­ar þeim tonn­um sem eft­ir eru í strand­veiðipott­in­um og menn fylgj­ast grannt með stöðu mála á þingi þar sem strand­veiðifrum­varp er til umræðu.

Blaðamaður 200 mílna sló á þráðinn hjá Hauki Eiðssyni, strand­veiðisjó­manni á Húsa­vík, til að taka stöðuna á veiðunum og kanna hvort menn hafi áhyggj­ur af því að frum­varpið muni ekki ganga í gegn. Hauk­ur er hins veg­ar einn þeirra sem lýsa efa­semd­um um það hvernig staðið hef­ur verið að frum­varp­inu. „Það lá fyr­ir alla tíð fyr­ir að það yrði ekk­ert hægt að bæta við kvót­ann því það var búið að út­hluta öll­um kvóta í haust,” seg­ir Hauk­ur. „Það er eng­inn sem get­ur tekið hann bara úr loft­inu. Ekki ef menn ætla að fara eft­ir regl­un­um.”

Haukur Eiðsson gerir út strandveiðibátinn Sigrúnu Björk ÞH 100. Hér …
Hauk­ur Eiðsson ger­ir út strand­veiðibát­inn Sigrúnu Björk ÞH 100. Hér er hann færa bát­inn eft­ir lönd­un í dag. Mbl.is/​Hafþór Hreiðars­son

Hefði þurft betri und­ir­bún­ing

Sjálf­ur hef­ur Hauk­ur verið skip­stjóri í 30 ár, hef­ur sótt sjó­inn á stór­um bát­um sem smá­um og rek­ur út­gerð ásamt eig­in­konu sinni. Hann tel­ur sig því hafa breiða sýn á málið og seg­ir að þurft hefði að vinna það með meiri fyr­ir­hyggju. Skyn­sam­legra hefði verið að gefa mál­inu lengri tíma til und­ir­bún­ings og stefna frek­ar að hóf­legri breyt­ing­um á næsta ári. Nú sé hins veg­ar verið að breyta leik­regl­um á miðju fisk­veiðiári og það sé hróp­andi ósam­ræmi í því. „Ef það verður út­hlutað 100.000 tonn­um af loðnu næst, ætla menn þá bara veiða 200.000 tonn?” seg­ir hann. „Þetta er bara al­menn skyn­semi.” Hauk­ur seg­ir að kerfið geti ekki stækkað enda­laust en hann tel­ur sig sjá aukna aðsókn í grein­ina hjá fólki sem stund­ar hana ekki að staðaldri. „Ég vil alla vega ekki taka kvóta af at­vinnu­sjó­mönn­um til að láta lækna og flug­menn hafa hann til að leika sér.”

Var­ar við nei­kvæðum áhrif­um

Hauk­ur var­ar einnig við því að frum­varpið geti haft nei­kvæð áhrif á byggðarlög sem reiða sig meðal ann­ars á byggðakvóta. „Til dæm­is á Raufar­höfn. Þar er rek­in 25 manna fisk­vinnsla, mikið til á byggðakvóta og sér­tæk­um kvóta, en menn ætla að taka hann til að láta flugu­menn og lækna hafa hann,” seg­ir Hauk­ur. „Ég er auðvitað ekki á móti strand­veiðum, en ein­hvers staðar verða menn að hægja á sér.”

Þegar þetta er skrifað eru rúm 1.400 tonn eft­ir af þorskveiðiheim­ild­um en þegar þær klár­ast verða strand­veiðar stöðvaðar nema frum­varp at­vinnu­vegaráðherra gangi í gegn. Myndi ráðherra þá hafa heim­ild til að ráðstafa auknu afla­magni í því skyni að tryggja strand­veiðimönn­um 48 daga veiðitíma­bil.

mbl.is