Einhleyp og berar bossann á samfélagsmiðlum

Katy Perry mætti á tískusýningu Balenciaga í gær.
Katy Perry mætti á tískusýningu Balenciaga í gær. Skjáskot/Instagram

Popp­stjarn­an Katy Perry lét sig að sjálf­sögðu ekki vanta í Par­ís þar sem Haute Cout­ure-tísku­vik­unni lauk í gær, fimmtu­dag, en hún var glæsi­leg í stutt­um, svört­um, tví­hneppt­um kjól á tísku­sýn­ingu Balenciaga þar í borg.

Söng­kon­an, sem er á tón­leika­ferðalagi, deildi myndasyrpu af sér í kjóln­um og að hafa sig til á In­sta­gram-síðu sinni og skrifaði: „að sinna mín­um eig­in mál­um á sýn­ingu Balenciaga.“

Á síðustu mynd syrp­unn­ar má sjá Perry lyfta upp kjóln­um og bera boss­ann. Það er því spurn­ing hvort söng­kon­an sé til­bú­in að dýfa tán­um í stefnu­móta­laug­ina á ný en hún og leik­ar­inn Or­lando Bloom slitu trú­lof­un sinni eft­ir níu ára sam­band fyrr á ár­inu.

Perry og Bloom eiga eina dótt­ur, hina fjög­urra ára gömlu Daisy Dove.

Katy Perry lyftir kjólnum og berar bossann eftir sambandsslit.
Katy Perry lyft­ir kjóln­um og ber­ar boss­ann eft­ir sam­bands­slit. Skjá­skot/​In­sta­gram

mbl.is