Aflýstu tónleikum með nokkurra mínútna fyrirvara

Jeff Lynne á sviðinu.
Jeff Lynne á sviðinu. Skjáskot/Facebook

Af­lýsa þurfti tón­leik­um ensku rokksveit­ar­inn­ar ELO (e. Electric Lig­ht Orchestra) aðeins nokkr­um mín­út­um áður en sveit­in átti að stíga á svið í Co Op-tón­leika­höll­inni í Manchester-borg á Englandi í gær­kvöld.

Þúsund­ir aðdá­enda sveit­ar­inn­ar sem biðu spennt­ir eft­ir að hlýða á lög á borð við Telepho­ne Line, Last Train to London, Can't Get It Out of My Head og Evil Wom­an urðu fyr­ir mikl­um von­brigðum þegar þeir sáu til­kynn­ingu á Face­book-síðu Jeff Lynne, söngv­ara sveit­ar­inn­ar, um af­lýs­ingu tón­leik­anna.

Lynne, sem er einn af for­sprökk­um rokksveit­ar­inn­ar, hef­ur að sögn tals­manns sveit­ar­inn­ar glímt við veik­indi að und­an­förnu og treysti sér ekki til að stíga á svið.

Tón­leika­gest­um var því bent á að hafa sam­band við miðasölu til þess að fá miðana end­ur­greidda.

Á síðasta tón­leika­ferðalag­inu

ELO, sem er nú á síðasta tón­leika­ferðalagi sínu, var með tón­leika á sama stað kvöld­inu áður og voru fjöl­marg­ir aðdá­end­ur sem lýstu yfir áhyggj­um af heilsu­fari Lynne á sam­fé­lags­miðlum.

„Ég var mjög hepp­inn að sjá Jeff Lynne á tón­leik­um í Manchester í kvöld. Tón­leik­arn­ir voru stór­kost­leg­ir en ég fór þaðan mjög áhyggju­full­ur um heilsu Jeffs. Hann leit út fyr­ir að vera mjög veik­b­urða og þurfti að vera leidd­ur af sviðinu í lok­in. Ég vona að þú vakn­ir út­hvíld­ur og þér líði miklu bet­ur, Jeff,” skrifaði einn aðdá­andi sveit­ar­inn­ar.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina