SFS fordæma ákvörðun forseta Alþingis

Gunnþór Ingvason formaður SFS og Heiðrún Lind Marteinsdóttir framkvæmdastjóri SFS.
Gunnþór Ingvason formaður SFS og Heiðrún Lind Marteinsdóttir framkvæmdastjóri SFS. Morgunblaðið/Kristinn Magnússon

Sam­tök fyr­ir­tækja í sjáv­ar­út­vegi (SFS) for­dæma ákvörðun for­seta Alþing­is um að beita 71. grein þing­skap­a­laga við af­greiðslu frum­varps um hækk­un veiðigjalds. Þetta kem­ur fram í yf­ir­lýs­ingu sem sam­tök­in sendu frá sér rétt í þessu.

Í yf­ir­lýs­ing­unni er tekið fram að fjöl­marg­ir hagaðilar, þar á meðal sveit­ar­fé­lög og fyr­ir­tæki í sjáv­ar­út­vegi, iðnaði, tækni og ný­sköp­un, hafi ít­rekað varað við af­leiðing­um frum­varps­ins. Engu að síður hafi eng­in viðbrögð borist frá stjórn­völd­um. SFS segja boðaða hækk­un þegar farna að hafa nei­kvæð áhrif á at­vinnu­grein­ina og telja að aðferðafræðin í frum­varp­inu sé „mein­gölluð“ og hafi ít­rekað þurft að leiðrétta.

SFS segja að boðuð hækk­un veiðigjalds muni skaða hundruð fyr­ir­tækja í sjáv­ar­út­vegi, draga úr sam­keppn­is­hæfni ís­lensks sjáv­ar­út­vegs og ýta und­ir út­flutn­ing óunn­ins fisks, sem skerðir verðmæta­sköp­un inn­an­lands. Enn frem­ur muni hún draga úr fjár­fest­ing­um í tækni, búnaði og ný­sköp­un.

„Sjáv­ar­út­veg­ur­inn skor­ast ekki und­an því að greiða eðli­lega skatta og gjöld,” seg­ir í yf­ir­lýs­ing­unni. „En þegar stefn­an er að taka meira en 70% af hagnaði fisk­veiða vegna hærra veiðigjalds, fyr­ir utan önn­ur gjöld, þá er ein­boðið að eitt­hvað verði und­an að láta.“

Yf­ir­lýs­ing­una und­ir­rita Gunnþór Ingva­son formaður SFS og Heiðrún Lind Marteins­dótt­ir fram­kvæmda­stjóri SFS.

Yf­ir­lýs­ing­in í heild sinni:

Allt frá því að frum­varp um veru­lega og fyr­ir­vara­lausa hækk­un veiðigjalds var lagt fram hafa fjöl­marg­ir hagaðilar um allt land varað við áhrif­um þess. Þar á meðal hafa verið sveit­ar­fé­lög og fyr­ir­tæki í sjáv­ar­út­vegi, iðnaði, tækni og ný­sköp­un. Ekki hef­ur reynst vilji til þess að ræða álita­mál­in þrátt fyr­ir að ít­rekað hafi verið bent á galla, ranga út­reikn­inga og rang­ar for­send­ur. Áhrifamat hef­ur ekki enn verið unnið og lít­ill tími var gef­inn til um­sagna. Svo virðist sem ekki hafi staðið til að ræða málið efn­is­lega, hvað þá ít­ar­lega.

Málið hef­ur verið keyrt áfram á órök­studd­um yf­ir­lýs­ing­um um að stór­hækk­un á veiðigjaldi muni ekki hafa nein áhrif á rekst­ur fyr­ir­tækja. Það er rangt. Sam­tök fyr­ir­tækja í sjáv­ar­út­vegi (SFS) hafa bent á það og boðuð hækk­un er þegar far­in að hafa nei­kvæð áhrif. Þá er aðferðafræði sú sem boðuð er í frum­varp­inu mein­gölluð enda hafa stjórn­völd ít­rekað þurft að leiðrétta „leiðrétt­ing­una“.

Vand­séð er hvað það er sem veld­ur því að stjórn­völd eru svo ein­beitt í því að skaða hundruð fyr­ir­tækja í sjáv­ar­út­vegi, stór sem smá, og þar með hag þúsunda sem byggja af­komu sína að meira eða minna leyti á sjáv­ar­út­vegi. Fyr­ir því finn­ast hvorki sann­gjörn né efna­hags­leg rök.

Hag­sæld og vel­ferð okk­ar fram veg­inn byggj­ast á því að út­flutn­ing­ur vaxi, þar með talið frá sjáv­ar­út­vegi. Boðuð hækk­un mun því miður draga veru­lega úr sam­keppn­is­hæfni ís­lensks sjáv­ar­út­vegs. Fyr­ir­séð er að hún muni einnig stór­auka lík­urn­ar á því að ís­lensk­ur fisk­ur verði í aukn­um mæli flutt­ur óunn­inn úr landi og mik­il­væg verðmæta­sköp­un þar með. Þegar ríkið tek­ur til muna stærri skerf af af­komu fyr­ir­tækja mun eðli máls sam­kvæmt draga úr fjár­fest­ing­um í búnaði, tækni og ný­sköp­un. Fram und­an er því allra tap vegna van­hugsaðrar hækk­un­ar.

Sjáv­ar­út­veg­ur­inn skor­ast ekki und­an því að greiða eðli­lega skatta og gjöld. En þegar stefn­an er að taka meira en 70% af hagnaði fisk­veiða vegna hærra veiðigjalds, fyr­ir utan önn­ur gjöld, þá er ein­boðið að eitt­hvað verði und­an að láta. Fyr­ir fyr­ir­tæki í er­lendri sam­keppni er ekki val­kost­ur að velta kostnaðar­hækk­un­um heima fyr­ir út í verð vöru. Fjöldi fyr­ir­tækja í sjáv­ar­út­vegi stend­ur því frammi fyr­ir erfiðum ákvörðunum á næstu miss­er­um. Það má vona að þau stjórn­völd sem settu leik­regl­urn­ar hafi þá skiln­ing á þeim sárs­auka sem þær kunna að valda.

Gunnþór Ingva­son, formaður SFS
Heiðrún Lind Marteins­dótt­ir, fram­kvæmda­stjóri SFS

mbl.is

Bloggað um frétt­ina