Ástandið geti ekki talist eðlilegt

Guðmundur Ingi er formaður Afstöðu.
Guðmundur Ingi er formaður Afstöðu. Árni Sæberg

Guðmund­ur Ingi Þórodds­son, formaður Af­stöðu - fé­lags fanga, seg­ir það ekki nýtt af nál­inni að fang­ar sem glími við heila­bil­un afpláni dóm í lokuðu fang­els­isúr­ræði. Hann seg­ir ástandið vera lýs­andi fyr­ir skort á úrræðum fyr­ir al­var­lega veika fanga - hvort sem um sé að ræða fanga sem glími við heila­bil­un eða aðra sjúk­dóma. 

Greint var frá því í gær að ný­lega hafi tveir fang­ar með al­var­lega heila­bil­un afplánað dóm í fang­els­inu á Hólms­heiði. Fang­arn­ir sem um ræðir eru mikið til ósjálf­bjarga og þurfa aðstoð við dag­leg­ar at­hafn­ir. Hafa aðrir sam­fang­ar þeirra verið fengn­ir til að sinna þeim og í ein­hverj­um til­fell­um fengið greitt fyr­ir. 

Spurður út í þetta seg­ir Guðmund­ur það vera óeðli­legt að fang­ar ann­ist aðra veika sam­fanga sína. Hugs­un­in sé fal­leg en get­ur ekki tal­ist sem eðli­legt ástand. 

„Öll umönn­un þarf að vera af fólki sem er þjálfað í slíkt. Við get­um ekki haft ósjálf­bjarga fanga und­ir hönd­um annarra fanga, sem stjórna þá þeirra lífi í fang­els­un­um. Það er óeðli­legt. Hins veg­ar er þetta fal­legt og gott að aðrir fang­ar fái að vinna en akkúrat á þess­um stað er þetta óeðli­legt,“ seg­ir Guðmund­ur. 

Fá ekki reynslu­lausn fyrr en viðeig­andi bú­setu­úr­ræði er til staðar

Guðmund­ur seg­ir að á hverj­um tíma séu um 5 til 8 ein­stak­ling­ar í fang­els­um sem eigi heima í öðru þjón­ustu­úr­ræði. Ekki hafi tek­ist að finna viðeig­andi lang­tíma­úr­ræði fyr­ir þá ein­stak­linga en tel­ur Guðmund­ur brýnt að mæta þjón­ustuþörf­um þess­ara ein­stak­linga með viðeig­andi hætti. 

„Þá kom­um við aft­ur inn á þetta úrræðal­eysi sem er í gangi á Íslandi en dóm­ar­ar hafa eng­in önn­ur úrræði [en fang­elsi] að dæma fólk í. Svo eru viðmiðin fyr­ir sak­hæfi svo þröng að það er nán­ast und­an­tekn­ing að menn séu dæmd­ir ósakhæf­ir þótt það sé al­gjör­lega vitað að þeir séu ósakhæf­ir,“ seg­ir Guðmund­ur. 

Ein­angraðir frá um­hverf­inu

Spurður hvort fang­ar sem glími við al­var­leg veik­indi séu færðir í annað úrræði ef heilsu­far þeirra versn­ar á meðan fang­elsis­vist stend­ur yfir seg­ir Guðmund­ur svo ekki vera. Hann seg­ir að þegar heilsu­far fanga fari aft­ur séu þeir stund­um færðir í ör­yggis­vist­un, fjarri öðrum föng­um.

„Þeir eru ein­angraðir frá um­hverf­inu, í meira fang­elsi og þung­bær­ari fang­elsis­vist og þurfa jafn­vel að sitja leng­ur inni vegna þess að þeir fá ekki reynslu­lausn fyrr en það er komið full­nægj­andi bú­setu­úr­ræði fyr­ir þá. Þar eru sveit­ar­fé­lög­in aldrei til­bú­in,“ seg­ir Guðmund­ur. 

Líkt og greint var frá í gær fóru lög­fræðing­ar á veg­um Öryrkja­banda­lags Íslands og Af­stöðu í heim­sókn í fang­elsið á Hólms­heiði fyr­ir skömmu þar sem þeir skoðuðu meðal ann­ars aðbúnað. Guðmund­ur seg­ir að Afstaða eigi í góðu sam­starfi við ÖBÍ um málið. 

mbl.is