Búið að veiða rúm 95% af strandveiðikvóta

Lítið er eftir af strandveiðikvóta og því óljóst hvort strandveiðar …
Lítið er eftir af strandveiðikvóta og því óljóst hvort strandveiðar standi yfir í þá 48 daga sem rætt hefur verið um. mbl.is/Alfons

Búið er að veiða rúm­lega 95% af leyfi­leg­um heild­arafla af þorski fyr­ir strand­veiðar. Fyr­ir há­degi í dag voru um 620 tonn eft­ir af kvót­an­um. 

Því má gera ráð fyr­ir að strand­veiðar stöðvist síðar í vik­unni að öllu óbreyttu.

Smá­báta­eig­end­ur von­ast til þess að geta stundað veiðar út ág­úst­mánuð og veitt í þá 48 daga sem mikið hef­ur verið rætt um og strand­veiðifrum­varp rík­is­stjórn­ar Kristrún­ar Frosta­dótt­ur átti að tryggja.

Af­greiðslu frum­varps­ins um strand­veiðar var frestað til næsta þing­vetr­ar. Það er því ljóst að veiðar munu ekki geta staðið yfir í allt sum­ar ef ekki verður bætt við kvót­ann þar sem að Fiski­stofu ber, lög­um sam­kvæmt, skylda til þess að stöðva veiðarn­ar um leið og kvót­inn klár­ast. 

Hanna Katrín Friðriks­son at­vinnu­vegaráðherra bætti þúsund tonn­um við þorskveiðiheim­ild til strand­veiða fyr­ir tæp­um tveim­ur vik­um. Enn er óljóst hvort hún muni bæta enn frek­ar við veiðiheim­ild strand­veiðimanna til þess að reyna að tryggja 48 daga veiðitíma­bil. 

Í Morg­un­blaðinu í dag sagði hún málið vera til skoðunar inn­an ráðuneyt­is­ins. 

mbl.is