Búast við fréttum af framtíð strandveiða í dag

Búist er við ákvörðun um framtíð strandveiðisumarsins í dag.
Búist er við ákvörðun um framtíð strandveiðisumarsins í dag. mbl.is/Þorgeir

Nú þegar strand­veiðar hafa staðið yfir í 39 daga eru rúm 2% eft­ir af leyfi­leg­um heild­arafla af þorski, sam­kvæmt upp­lýs­ing­um á heimasíðu Fiski­stofu. 

Í gær voru 554 strand­veiðibát­ar með lönd­un af þeim 800 bát­um sem eru með afla, og náðu þeir að saxa vel á kvót­ann.

„Það er mok fiskirí hjá öll­um núna um þess­ar mund­ir,“ seg­ir Örn Páls­son, fram­kvæmd­ar­stjóri Lands­sam­bands smá­báta­eig­enda. Meðaltal veiða á dag í júlí hef­ur verið 301 tonn sam­kvæmt töl­um frá Erni.

Þegar blaðamaður náði tali af hon­um voru rétt rúm 334 tonn eft­ir af þorskafl­an­um og sagðist hann halda að hann kæmi all­ur á land í dag.

Örn seg­ir ráðherra vera að skoða leiðir til þess að tryggja 48 daga veiðar. Hann seg­ist vona að það tak­ist að bæta við veiðiheim­ild­irn­ar svo að það tak­ist.

Hann seg­ir erfitt að segja til um það hversu miklu muni þurfa að bæta við kvót­ann til þess að tryggja veiðidag­ana en gæti trúað að það séu 5.000-6.000 tonn um­fram það sem þegar hef­ur verið gefið út. 

Örn seg­ist reikna með því að ákvörðun ráðherra muni liggja fyr­ir síðar í dag. 

mbl.is