Enn er beðið eftir ákvörðun

Enn er óljóst hvort bætt verði við strandveiðikvótann.
Enn er óljóst hvort bætt verði við strandveiðikvótann. mbl.is/Hafþór Hreiðarsson

Enn er beðið eft­ir ákvörðun frá at­vinnu­vegaráðherra hvort bætt verði við strand­veiðikvót­ann. Aðeins er rétt rúmt pró­sent eft­ir af veiðiheim­ild­inni eins og er, eða um 122 tonn.

Málið er í deigl­unni í at­vinnu­vegaráðuneyt­inu að sögn Dúa Land­mark, upp­lýs­inga­full­trúa at­vinnu­vegaráðuneyt­is­ins. Hann seg­ir svona ákvörðun oft taka tíma.

Örn Páls­son, fram­kvæmda­stjóri Lands­sam­bands smá­báta­eig­enda, sagði við mbl.is fyrr í dag að hann telji að sá kvóti sem eft­ir er komi á land í dag. Sagðist hann að auki von­ast til þess að það tak­ist að bæta við kvót­ann til þess að tryggja 48 daga veiðitíma­bil.

Hann sagðist einnig halda að það þyrfti að bæta 5-6 þúsund tonn­um við kvót­ann eins og hann er nú, til þess að ná að tryggja 48 daga veiðitíma­bil.

mbl.is