„Dregur til tíðinda“ í strandveiðimálum í dag

Niðurstaða kemur í dag frá atvinnuvegaráðuneytinu varðandi það hvort bætt …
Niðurstaða kemur í dag frá atvinnuvegaráðuneytinu varðandi það hvort bætt verði við strandveiðipottinn. mbl.is/Sigurður Ægisson

„Það dreg­ur til tíðinda í dag,“ seg­ir Dúi Land­mark upp­lýs­inga­full­trúi at­vinnu­málaráðuneyt­is­ins þegar hann var spurður um það hvort strand­veiðipott­ur­inn verði stækkaður. Hann gat þó ekki sagt til um það hvort pott­ur­inn yrði stækkaður eða ekki, en að niðurstaða muni liggja fyr­ir síðar í dag.

Dúi greindi frá því í sam­tali í gær að „málið væri í deigl­unni“ inn­an ráðuneyt­is­ins.

Fiski­stofa stöðvaði strand­veiðar í gær og því hef­ur strand­veiðimönn­um ekki verið heim­ilt að veiða í dag. Veiðitíma­bilið náði því ekki 48 dög­um eins og rík­is­stjórn­in hafði lofað, og reyndi að tryggja í strand­veiðifrum­varpi Hönnu Katrín­ar Friðriks­son at­vinnu­vegaráðherra, sem var frestað til næsta þings. 

Örn Páls­son, fram­kvæmda­stjóri Lands­sam­bands smá­báta­eig­enda, sagði í sam­tali við mbl.is í gær að hann vonaðist til þess að það tæk­ist að bæta við strand­veiðipott­inn til þess að tryggja 48 daga strand­veiðitíma­bil. Hann sagðist halda að það þyrfti 5.000-6.000 tonn til viðbót­ar við kvót­ann til þess að það væri hægt.

mbl.is