Strandveiðar færast til innviðaráðuneytis

Eyjólfur Ármannsson innviðaráðherra sér nú um málefni strandveiða.
Eyjólfur Ármannsson innviðaráðherra sér nú um málefni strandveiða. mbl.is/Ólafur Árdal

Byggðakerfið, sem fel­ur í sér strand­veiðar, byggðakvóta o.fl., verður flutt yfir á mál­efna­svið innviðaráðuneyt­is­ins úr at­vinnu­málaráðuneyt­inu. Innviðaráðuneyti er nú þegar ráðuneyti byggðamála.

Þetta kem­ur fram í til­kynn­ingu frá Stjórn­ar­ráðinu um breyt­ing­ar á for­seta­úrsk­urði um skipt­ingu stjórn­ar­mál­efna milli ráðuneyta.

Þar seg­ir að breyt­ing­in hafi verið rædd á rík­is­stjórn­ar­fundi í gær og að for­seti hafi þegar skrifað und­ir hana og hef­ur breyt­ing­in því tekið gildi.

Með breyt­ing­unni flyst ábyrgð á stjórn­ar­mál­efn­inu byggðakerfi, eða svo­kölluðu 5,3% kerfi, úr at­vinnu­vegaráðuneyti og yfir í innviðaráðuneyti. Und­ir byggðakerfið fell­ur al­menn­ur byggðakvóti, sér­tæk­ur byggðakvóti, strand­veiðar, línuíviln­un, skel- og rækju­bæt­ur og frí­stunda­veiðar,“ seg­ir í til­kynn­ing­unni. 

mbl.is