Hvattir til að minnka vatnsnotkun vegna hita

Frá Theran, höfuðborg Íran.
Frá Theran, höfuðborg Íran. AFP

Írönsk yf­ir­völd hafa hvatt íbúa til að tak­marka vatns­notk­un vegna hita­bylgju sem ríður nú yfir. 

Vatns­skort­ur er mikið vanda­mál í Íran, sér­stak­lega í héruðum í suður­hluta lands­ins. 

Í gær mæld­ist hæsta hita­stig árs­ins í rík­inu. Sums staðar fór hiti yfir 50 stig.

Veitu­fyr­ir­tæki í höfuðborg­inni Tehran hvet­ur fólk til þess að minnka vatns­neyslu um að minnsta kosti 20% til þess að bregðast við vand­an­um. 

Í til­kynn­ingu fyr­ir­tæk­is­ins sagði að magn vatns­bóla Ther­an hafi ekki verið lægra í heila öld. 

mbl.is