Írönsk yfirvöld hafa hvatt íbúa til að takmarka vatnsnotkun vegna hitabylgju sem ríður nú yfir.
Vatnsskortur er mikið vandamál í Íran, sérstaklega í héruðum í suðurhluta landsins.
Í gær mældist hæsta hitastig ársins í ríkinu. Sums staðar fór hiti yfir 50 stig.
Veitufyrirtæki í höfuðborginni Tehran hvetur fólk til þess að minnka vatnsneyslu um að minnsta kosti 20% til þess að bregðast við vandanum.
Í tilkynningu fyrirtækisins sagði að magn vatnsbóla Theran hafi ekki verið lægra í heila öld.