Eignaðist sitt annað barn 51 árs

Cameron Diaz er orðin tveggja barna móðir!
Cameron Diaz er orðin tveggja barna móðir! AFP

Leikkonan Cameron Diaz og tónlistarmaðurinn Benji Madden eignuðust sitt annað barn saman nýverið. Fyrir eiga þau dótturina Raddix sem kom í heiminn í desember 2019.

Hjónin tilkynntu gleðifregnirnar í sameiginlegri færslu á Instagram. Þar sögðust þau hafa eignast son sem hafi fengið nafnið Cardinal Madden. Þá sögðust þau ekki ætla að birta neinar myndir af syninum en fullyrtu að hann væri ofursætur. 

Diaz og Madden gengu í hjónaband í janúar árið 2015 og tóku á móti sínu fyrsta barni saman tæplega fimm árum síðar með aðstoð staðgöngumóður. Þau tilkynntu komu frumburðarins með færslu á Instagram, en þau hafa bæði haldið sambandi sínu og dótturinni fjarri sviðsljósinu og greindu frá ákvörðun sinni um að deila engum myndum af Raddix í færslunni. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda