Íslenskur órói vekur mikla athygli í París

Gömul plastleikföng verða að persónulegum óróa.
Gömul plastleikföng verða að persónulegum óróa. Samsett mynd

Mar­grét Stef­áns­dótt­ir er stofn­andi Stafróa, nýs ís­lensks fyr­ir­tæk­is, sem fram­leiðir óróa fyr­ir börn. Óró­inn er frá­brugðinn öðrum að því leyti að hann er end­urunn­inn úr ónýt­um plast­leik­föng­um sem ann­ars hefðu farið í ruslið. Þessi ný­stár­lega nálg­un hlaut þá viður­kenn­ingu á dög­un­um að vera val­in á tvö virt­ustu svæði vöru­sýn­ing­ar­inn­ar Playtime í Par­ís.

„Þessi þörf fyr­ir að skapa hef­ur alltaf blundað í mér. Það er eitt­hvað með staf­ina sem heill­ar mig, mis­mun­andi let­ur, stafagerð og staf­róf til dæm­is. Ég fór að hugsa hvað ég gæti gert úr þess­um áhuga mín­um en vildi ekki bæta við dóti í þenn­an heim, nóg er það nú samt,“ seg­ir Mar­grét sem hef­ur á und­an­förn­um árum starfað í fjöl­miðlum, kynn­ing­ar- og markaðsmá­l­um.

„Ég fór að leita eft­ir sam­starfi ein­hvers sem væri að end­ur­vinna plast og fann Björn Stein­ar Blu­men­stein hjá Plast­pl­an og var svo hepp­in að hann var til í að þróa þetta með mér. Þetta hef­ur tekið sinn tíma.“

Göm­ul plast­leik­föng sem börn eru hætt að nota eru kurluð og brædd niður í form sem Mar­grét lét hanna með ís­lenska staf­róf­inu. Einnig eru form eins sól og máni. Stafrói er ekki aðeins fal­leg hönn­un­ar­vara held­ur hef­ur hann einnig ann­an til­gang. Staf­ir barns­ins gera óró­ann per­sónu­leg­an en um leið get­ur hann ýtt und­ir lær­dóm.

„Þrívíð form hjálpa börn­um að til­einka sér bók­stafi og orð snemma á lífs­leiðinni, þannig að þetta er bæði list og lær­dóm­ur,“ seg­ir Mar­grét.

Er þá eng­inn órói eins og ann­ar?

„Nei, það eru eng­ir tveir eins. Fólk get­ur pantað nafn, eða orð, þar er hægt að nota hug­mynda­flugið en upp­haf­lega hug­mynd­in er sú að setja nafn barns í óró­ann.“

Margrét Stefánsdóttir er stofnandi fyrirtækisins og kynnti óróann til leiks …
Mar­grét Stef­áns­dótt­ir er stofn­andi fyr­ir­tæk­is­ins og kynnti óró­ann til leiks á Playtime-vöru­sýn­ing­unni í Par­ís þar sem hann vakti mikla at­hygli.

Val­in á virt­ustu svæði sýn­ing­ar­inn­ar

Mar­grét ákvað að sækja um fyr­ir Stafróa á barna­vöru­sýn­ing­unni Playtime í Par­ís. Árlega sækja mörg þúsund manns sýn­ing­una sem koma frá fyr­ir­tækj­um alls staðar úr heim­in­um til að skoða þróun á barna­vörumarkaði og kaupa inn vör­ur fyr­ir næsta tíma­bil í smá­sölu. Var­an vakti al­deil­is at­hygli og var val­in á tvö virt­ustu svæði sýn­ing­ar­inn­ar; Trend Space sem sýn­ir nýj­ustu tísku­straum­ana í lífs­stíl­stengd­um vör­um og First Timers sem veit­ir efni­leg­um nýliðum sér­staka at­hygli. Stafrói var eina var­an sem fékk þá viður­kenn­ingu að vera val­in á bæði svæðin.

„List­rænn stjórn­andi sýn­ing­arnn­ar, sem valdi vör­ur inn í Trend­space, vildi til dæm­is fá skærgul­an óróa. Gul­ur er rosa­lega sterk­ur lit­ur hérna núna.“

Hvernig kem­ur það til að þú ert með bás á sýn­ing­unni?

„Ég fór í það að skoða hvaða vöru­sýn­ing er­lend­is myndi passa. Þessi sýn­ing legg­ur höfuðáherslu á alla fag­ur­fræði. Ég ákvað svo að slá til og koma hingað. Ég sé ekki eft­ir því,“ út­skýr­ir hún.

„Það er mik­ill heiður fyr­ir mig, sem er al­gjör­lega ný á markaði og lít­ill fisk­ur í stórri tjörn, að vera val­in inn í þessi rými. Þetta eru allt stór­ir aðilar hérna úti og stór merki. Öll helstu evr­ópsku merk­in í barnafatnaði eru hér á svæðinu. Svo þetta er hvatn­ing og mjög gam­an.”

Hún hef­ur fengið heim­sókn­ir á bás­inn sinn frá fólki frá Suður-Kór­eu, Kan­ada, Hollandi, Kína, Kúveit, Jap­an og Beirút svo dæmi séu tek­in.

„Þetta er í raun sölu­sýn­ing þar sem maður safn­ar viðskipta­vin­um. Marg­ir hafa beðið mig um meiri upp­lýs­ing­ar og ég þarf bara að vera mjög öfl­ug og fylgja þessu eft­ir í kjöl­farið.”

Playtime í París er ein stærsta barnavörusýning í Evrópu.
Playtime í Par­ís er ein stærsta barna­vöru­sýn­ing í Evr­ópu.

Fólk heillað af hug­mynd­inni

Hverju er fólk hrifið af við Stafróa?

„Það er mjög hrifið af þess­ari end­ur­vinnslu­hug­mynd. Það heill­ar fólk og ég hef heyrt frá fólki hér að þau hafi ekki séð slíkt áður unnið úr leik­föng­um sem ann­ars færu á haug­ana. Svo finnst þeim lita­bland­an draum­kennd og skemmti­leg og líka það að eng­inn órói sé eins og ann­ar,“ seg­ir Mar­grét.

„Það kom til mín kona sem er frá mjög stóru frönsku merki, hún hef­ur reynd­ar komið nokkr­um sinn­um til mín á bás­inn og dregið með sér fólk, og sagði mér að þetta væri upp­á­haldsvar­an sín á þess­ari sýn­ingu. Þetta er fólk sem hef­ur verið í brans­an­um í fjölda ára.“

Hún seg­ir óró­ann einnig skemmti­leg­an að því leyti að hann sé alltaf á hreyf­ingu. „Hann er lauflétt­ur og stopp­ar aldrei, and­rúms­loftið dug­ar til að halda hon­um á hreyf­ingu.“

Þró­un­ar­ferlið tók sinn tíma að sögn Mar­grét­ar.

„Það var mjög langt, því órói er þess eðlis að hann þarf að hafa jafn­vægi og það er ákveðin eðlis­fræði í þessu. Ég hafði ekk­ert endi­lega séð það fyr­ir að það yrði mál. Plastið þarf líka allt að vera CC-vottað eða plast sem má bræða og svo fram­veg­is. Hugs­un­in er svo heil í þess­ari end­ur­vinnslu.“

Eru ekki sér­stak­ar áskor­an­ir sem fylgja því að hanna barna­vöru?

„Það þurfti að hugsa vel út í stærð staf­anna. Það þarf líka að koma mjög skýrt fram í öllu markaðsefni að þetta á að hanga í loft­inu. Barn má ekki hand­fjatla þetta eitt. Þó að staf­irn­ir séu stór­ir þá er þetta alls ekki leik­fang og það var áskor­un að koma því áleiðis. En ég held að fólk sé mjög meðvitað um að það að óró­ar, þekkt fyr­ir­bæri fyr­ir börn, eru ekki sett­ir í hend­ur barns sem leik­fang.“

Mar­grét er ný­byrjuð að kynna hug­mynd­ina, bæði hér á landi og er­lend­is.

„Ég er bara ný­byrjuð. En fólk er heillað af hug­mynd­inni og það skipt­ir máli að þetta snú­ist ekki aðeins um hönn­un held­ur líka um ábyrgð, að nýta efni sem ann­ars færu til spill­is.“

„Þrívíð form hjálpa börnum að tileinka sér bókstafi og orð …
„Þrívíð form hjálpa börn­um að til­einka sér bók­stafi og orð snemma á lífs­leiðinni, þannig að þetta er bæði list og lær­dóm­ur.“
Fyrirtækið er nýtt en fólk er heillað af hugmyndinni að …
Fyr­ir­tækið er nýtt en fólk er heillað af hug­mynd­inni að sögn Mar­grét­ar.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

ráðgjafi hjá Fyrsta skrefinu og umsjónarmaður Meðvirknipodcastsins

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda

fasteignasali svarar spurningum lesenda