Khloé Kardashian greinir frá öllum fegrunaraðgerðunum sínum

Khloé Kardashian segir frá öllum þeim fegrunaraðgerðum sem hún hefur …
Khloé Kardashian segir frá öllum þeim fegrunaraðgerðum sem hún hefur gengist undir síðustu ár. Samsett mynd

Khloé Kar­dashi­an hef­ur nú stigið fram og sagt frá öll­um þeim fegr­un­araðgerðum sem hún hef­ur geng­ist und­ir síðustu ár, eft­ir vanga­velt­ur fegr­un­ar­lækn­is um hvað raun­veru­lega stæði að baki mik­illa breyt­inga á út­liti henn­ar.

Breski lækn­ir­inn, Jonny Better­idge, birti mynd­skeið á In­sta­gram þar sem hann bar sam­an ný­leg­ar mynd­ir af Khloé frá brúðkaupi Jeff Bezos og Lauren Sánchez í Fen­eyj­um, við mynd­ir frá því fyr­ir mörg­um árum. Þar listaði hann þær aðgerðir og meðferðir sem hann taldi hana hafa farið í, meðal ann­ars lyft­ingu á auga­brún­um, nefaðgerð, vara­fyll­ing­ar og and­lits­lyft­ingu.

„Ég tek þessu sem hrósi!“

Better­idge er þekkt­ur fyr­ir að greina hugs­an­leg­ar fegr­un­araðgerðir frægra ein­stak­linga, þar á meðal Ang­el­inu Jolie, Tayl­or Swift og Anne Hat­haway. 

Khloé svaraði færsl­unni sjálf í at­huga­semd­un­um og tók sam­an mjög ná­kvæm­an lista yfir þær aðgerðir sem hún hef­ur geng­ist und­ir og hvaða lækn­ar hafa fram­kvæmt þær.

„Ég tek þessu sem hrósi! Í fyrsta lagi eru þess­ar mynd­ir tekn­ar með um 15 ára milli­bili, en hér er listi yfir hluti sem ég hef gert. Ég hef verið mjög opin með þetta áður, svo för­um yfir það hér,“ skrifaði hún.

Allt sem Khloé hef­ur gert

Khloé sagði að hún hefði farið í nefaðgerð hjá Dr. Raj Kanodia, látið fjar­lægja lík­ams­hár með leysimeðferð hjá Sev Laser Aesthetics, fengið Botox og Sculp­tra-meðferð þar sem æxli var fjar­lægt úr kinn­inni hjá 7Q Spa Laser & Aesthetic Center og farið í leysimeðferð til að strekkja húðina hjá Software Therapy.

Hún hef­ur einnig fengið fyll­ing­ar fyr­ir nokkr­um árum, en ekki ný­lega, og hef­ur misst um 36 kg síðustu ár með aðstoð einkaþjálf­ar­ans Joe Par­is.

Khloé not­ar einnig sér­staka kolla­genþræði und­ir höku og á háls, ásamt and­litsmeðferðum með laxa­sæði, peptíðum, víta­mín­um og dag­legri húðum­hirðu.

Að lok­um bætti hún við: „Það er 2025 og margt annað sem við get­um gert í stað þess að fara und­ir aðgerð, en þegar sá tími kem­ur, og ef ég kýs það, þá þekki ég nokkra frá­bæra lækna.“





mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

ráðgjafi hjá Fyrsta skrefinu og umsjónarmaður Meðvirknipodcastsins

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda

fasteignasali svarar spurningum lesenda