Innanhússarkítektarnir Berglind Berndsen og Helga Sigurbjarnadóttir eru að mublera upp íbúð við Holtsveg í Garðabæ. Þær hönnuðu innréttingar og lögðu mikið upp úr því að gera mikið úr gluggatjöldunum.
Arkítektastofan Arkís hannaði húseignina sjálfa og skipulag íbúðanna en Berglind og Helga komu inn í verkefnið á seinni stigum. Það er magnað hvað hægt er að búa til fallegt heimili með lýsingu, réttum gluggatjöldum og húsgögnum.
Húsgögnin koma frá Norr 11 og gluggatjöldin frá Vogue. Öll sængurföt eru hönnuð af Ingibjörgu Hönnu Bjarnadóttur.